Ég var hérna fyrir mörgum árum þegar ég átti BMW, en hvarf þegar hann eyðilagðist í árekstri. Sakna félagsskaparins og spjallsins og fæ engan vegin sömu tilfinningu frá FB. Þar er bara ekki boðið upp á sama skipulag og "spjall" er nánast ekki til.
Fídusinn að sjá ólesna pósta t.d. er eitthvað sem ég nýtti mér óspart á sínum tíma, og fyrir hann er nóg að logga sig inn einu sinni á dag. Bara um að gera að kíkja inn einu sinni á dag, og ekki láta duga að "browsa" póstana heldur segja eitthvað þar sem eitthvað áhugavert er, þó læk-takkan vanti!

Mig langar (eins og nánast alla fyrrverandi BMW eigendur) í annan BMW, en hef bara ekki peninga til þess strax. Er einhver venjulegur launamaður sem fór ekki illa út úr þessu hruni? (skal samt láta vera að ræða stjórnmál hérna) Ég er allavegana til í að leggja mitt af mörkum til að lífga þetta spjall við, ég hef ekki trú á að það þurfi mikið. Þetta var allavegana góður hópur á sínum tíma.
Skelli í einn þráð seinna í dag þar sem þeir sem eru virkir henda inn "selfie" (allavegana þeir sem þora!) og mynd af núverandi bíl(um)!