bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=69044
Page 1 of 2

Author:  Alpina [ Fri 31. Jul 2015 23:58 ]
Post subject:  ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Heilir og sælir spjallverjar ,, nær og fjær.

Langaði að segja frá smá ævintýri sem ég og frúin tókum þátt i nú i sumar... þann 26 - 28 júni
en þá hélt ALPINA ,, Burkard Bovensiepen upp á 50 ára framleiðslu með pompi og pragt.
Nenni ekki að rifja upp söguna frá day 1,, en læt helgina duga!!
Þar sem við Anna Maria erum meðlimir i Þýska ALPINA klúbbnum ,, http://alpinagemeinschaft.de/news/
þá áttum við kost á að vera hluti af 150 meðlimum sem ALPINA gaf kost á að vera boðið til Buchloe þann 27 Júni á vegum alpinagemeinschaft. þetta byrjaði strax í Janúar ,,og allskonar email osfrv , þá vorum við meðal boðsgesta ,, sérstaklega þar sem við vorum meðal fyrstu að bóka , og einnig við komum ansi langt að,þannig að það þótti sjálfsagt að veita okkur tækifæri á að mæta.

Eðlilega,, nema hvað...þá vorum við fyrst á svæðið,, en alpinagemeinschaft var búið að bóka hótel fyrir 135 meðlimi frá 26-28 júni. Gríðarlega var mikið spáð i hvað ætti að gera til að splitta ekki hópnum upp,, og var þetta eina hótelið sem gat tekið svona marga,, og skaffað bílastæði.
Við mættum þann 25, um hádegi,, en fljótlega fór að fjölga i hópnum,, en seinnipart 26.06 voru ca 80 bílar mættir, og um kvöldið var aðalfundurinn og svo massa geim!!!! Daginn eftir .. þeas 27 var AÐAL dagurinn og samkoma í Buchloe ,,skoða fabrikkuna ,, CONCOURS rúnturinn og svo veisla um kvöldið,,

byrja hérna á myndum,,, en margt gladdi augað og sem HARDCORE ,, ALPINA fan þá er þetta algert heaven að hafa átt kost á að vera þarna.

Þarna eru B7S coupe og B10 3.5,, glöggir sjá að þessi B7s er facelift E24
eigandi B10 3.5 er Östein Samuelsen félagi minn,, en hann á hinn fræga B10 BT #003 sem er eflaust þekktasti ALPINA bíll sögunnar,,, fyrir framan concorde

Image

Hér er B7 coupe og hér sést prefacelift.. þeas aftur stuðarinn
Image

B12 E32
Image

B12 5.7 coupe.......... uppáhalds ALPINA bíllinn minn,,,,, geggjaður in person Eigandinn Fernando Wettlaufer hafnaði tilboði upp á 150.000€ sagði bara nei það er engann veginn nóg!! :D :D
Image

B7s E28 Rainer Witt,,, stærsti ALPINA safnari sem ég veit um,, á 33 stk og 11 nr #001
þessi er ekki nr 1
Image

Bræður,,,,,,,
Image

E9 CSL........ feitt dýr
Image

B7 E12....... þessi bíll stendur eins og nýr ótrúlega glæsilegur bíll og einn alflottasti bíllinn þarna að mínu mati,
Image

Jæja,,,,,,,,,,,, þá er það twin gelb,, þessu er ég búinn að bíða eftir síðan 2007,,, sorry fyrir margar myndir en mér finnst þetta svalast i heimi ,, fáránlega töff bílar og mér er mökk sama þó að einhver sé ósammála,, E31 B12 coupe er 1@57 og B10 BT er 1@507 ((hold kæft þó að liturinn sé ekki oem))
Image

Image

Image

Image

Image


fleiri myndir má sjá inni á ,,,,,,,,,, http://moestrup.123.is/pictures/&lang=is

Author:  Alpina [ Sat 01. Aug 2015 00:01 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Jæja þá er það aðal dagurinn,,,,,,,,,,,,, BUCHLOE HQ


ÞOKKALEGA kunnulegt hedd !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Image

Hérna er að ég held DIFF cover fyrir B5/B6 ,, þarna eru menn sko i vinnunni alvöru stöff
Image

Trumpet intake,,, velocity-stack fyrir N62,, og special ALPINA caliber bracket
Image

Early gen B7 vél,,, aka E12 og E24 með Pierburg innspýtingu og HARTIG kveikju
Image

Æðislegasta M30 vél .... EVER... B7/5 B10 BT
Image

S70B57,,,, flækt + G560
Image

(( ég er ansi ánægður að eiga 2 af öflugustu kössum sem Getrag hefur búið til.. G290 og G560 8) ))

Hinir og þessir stimplar.......... þeir sem eru kunnugir svona GJÖRÞEKKJA munin á diesel og bensin stimplum,,,,, en hann er fáránlegur
Image

Þetta er ansi merkileg M60,,,,,,,,,,,,B46........ en BMW ... fengu svo þennann mótor frá ALPINA i 4.6 X5
Image

Hérna sjást þessir frægu partar sem ALPINA bjó/lét búa til fyrir sig varðandi B8 (E36 V8) ,, þeas olíupannan sem var aðal málið til að fitta M60 i E36......... en B8 er fyrsti V8 BMW sem er búinn til sem framleiðslu bíll....... BMW sagði að þetta væri ekki hægt og hló að Bubo (( gælunafn Burkard)) og sagði að ef hann þættist vera betri en þeir , þá mætti hann reyna,,,,,, afleiðingin er sá... að mínu mati að B8 er eini ALPINA bíllinn sem er bíll með annari vél en kom i framleiðslu seríunni ,,og líklega einn merkilegasti ALPINA bíll allra tíma,, þeas breytingaferlið osfrv,, væri virkilega til i að eiga einn slíkann
Image

Hér er D10 biturbo diesel vélin...[E39] (M57B30) en ALPINA valdi þann mótor frekar en V8 diesel sökum léttleika osfrv,,, það var nefnilega engin BITURBO IL6 diesel frá BMW... þá,,,,, en 245ps og 500nm skilaði hún og þótti RUGL aflmikið 1999
Image

Kunnuglegt !!!!!!!!!!!!!!!!
Image

Nýja kynslóðin af V8
Image

New gen direct injection bensin BITURBO,,,,, massa öflugt
Image

Hér er dýrasti ALPINA bíllinn i dag Z8 ,, en miðinn byrjar i ca 400.000€ og 555 búnir til,, allir eru sammála að verðmiðinn er ca helmingi hærri en verðskuldaður ,, algert rugl
Image

E9 CSL,,,,,,,, þetta eru illa svalir bílar,,
Image

B10 BT nr 507,,,,,,,, bíll sem ég er búinn að bíða eftir að sjá síðann 2007 ((ekkert spes i raun.. en síðasti bíllinn))
Image

twins,,,,,,,,,, eða þannig
Image

Hægt að sjá fleiri myndir inni á .......... http://moestrup.123.is/pictures/&lang=is

Author:  Alpina [ Sat 01. Aug 2015 00:12 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Þá er það Aðal atriðið,,,,,,

Eftir að allir voru búnir með verksmiðjurúntinn þá var komið að einu af HIGHLIGHT dagsins
en það var ...........

CONCOURS D´ALPINA
en þá fóru næstum allir ALPINA bílarnir í hóprúnt um Buchloe,,



Akkúrat besti rúntur EVER sem ég hef tekið þátt í ,, og ég ætla að leyfa mér að segja að þegar við ókum inni í þorpinu þá fengum við Anna Maria ótrúlega athygli þorpsbúa,,ef ekki þá langmestu en litur bílsins,, gul ljós og númerið hafði eflaust sitt að segja !!!!!!!!!!!! Besti rúntur i heimi.. og rúmlega það!
Læt official ALPINA myndir fylgja af GULA

Image

Image

Image

Image

Image





Að lokinni þessari massífu hópferð var skipt um föt i hasti , og beint i veisluna, eitt sem ALPINA hafði algerlega pælt i var að allir voru með nafnspjald þannig að fólk var vel merkt, og allir gátu vitað hvað sessunauturinn og eða aðrir hétu,,

Image

Rétt þegar veislan var að bresta á og ég úti undir berum himni,, skall á mesti THUNDER stormur sem ég hef upplifað á ævi minni,, grínlaust,, ég var á nærjunum undir tré að reyna að klæða mig i fötin, og annar ALPINA eigandi líka,, og við vorum eins og illa gerðir hlutir i mestu rigningu og haglél ,,, EVER
þrumurnar og eldingarnar voru svo rosalegar ,,og úrkoman ævintýraleg að við treystum okkur ekki til að hlaupa 35 metra,,, hengum þarna i ca 20 mínútur orðnir votir,, en svo var látið slag standa er rétt stytti upp. en ég hefði alveg eins getað hent mér i laugina :shock: ég hef aldrei upplifað annað eins.
Anna Maria var í skjóli,, ef svo skyldi kalla undir þakskyggni,, rennandi vot og reif sig úr jakkanum og tók blautbolskeppnina á þetta fyrir framan hóp af köllum sem voru eins og typpi i framan, og sagðist vera POTTÞÉTTUR winner i þeirri keppni,, þetta vakti gríðarlega lukku meðal þeirra ,, sem vildu ólmir fá simanr. osfrv.......... ekki djók

En Veislan byrjað með stæl..

Allt merkt i þaula osfrv,, vínlisti réttirnir ofl,,, virkilega flott,,,,,,,,,
Image

það er altalað i RACING heiminum i Þýskalandi að Burkard Bovensiepen er fyrsti maðurinn sem var með ALVÖRU catering.. en kallinn er með ástríðu fyrir mat og vín,, enda er motto hjá gamla ,, vínsafnari með bíladellu,, eða bílaframleiðandi með vínlöngun..
https://www.alpinawein.de/de/weine.html
back in the days að loknu RACING .. þá bauð hann öllum Þýsku liðunum.. BMW PORSCHE OPEL osfrv í heljarinnar veislu að lokinni hverri keppni.. alveg sama hver úrslitun voru,, en þessar veislur urðu landsþekktar fyrir gæði matarins ,,vín úrvals ,,og fágunar,, en sú stefna endurspeglar einmitt ALPINA bíla
eða það er philosophy fyrirtækisin.

Allt var i anda ALPINA lita,, þeas grænt og blátt
Image

Image

Maturinn var lýgilega góður,,,,,,,,, og magnið af víninu sem var dælt í liðið :shock: :shock: :shock:

Image

Image

Image

á milli rétta voru allskonar uppákomur og mynda slideshow osfrv,, eitt besta skemmti atriði sem ég hef séð á ævinni ,, þeas öðruvísi og virkilega frumlegt,, og fyndið,, voru 2 náungar sem fluttu allavega 12 lög eingöngu úr hljóðfærum sem voru handmade úr bílavarahlutum,, eins og RAF chrome stuðarinn,, vatns hosur,, kíttistúpur,, bílflautur,, og hitt og þetta,,,,, gítarar búnir til úr verkstæðis skúffum ,, púströr,, bremsudiskar osfrv,, geðveikt vel gert ,,og allt frá HEAVY METAL til sígildra classic snilldarlega vel gert,, finn ekki þessa 2 náunga á youtube,, en Anna Maria tók video af þeim,

http://moestrup.123.is/video/&lang=is

Svo áður en desertinn var boðinn fram var Verðlauna afhendingin, en gefa átti verðlaun fyrir flottasta bílinn, en 4 manna dómnefnd var um daginn að meta og skoða hvaða bíll yrði valinn,

jæja,,, en mér fannst þetta allt eitthvað skrýtið því að einhver Breti var kallaður upp á sviðið og sagt að hann kæmi xxx km ,, svo var annar Breti kallaður upp.. en hann var ekki i salnum,, og svo bara allt i einu var mynd af okkur Önnu Maríu,, i gula,, og ég hélt að eitthvert slideshow væri i gangi,,,

NEI NEI,,,,,,,,, var ekki verið að kalla okkur á sviðið sem ÖRUGGIR SIGURVEGARAR i flokknum
ALPINA GLOBETROTTER,,,,,,,,, þeas sá Alpina eigandi sem var kominn lengst að,, Bovensiepen fjölskyldan ,og ALPINA staffið voru svo gjörsamlega orðlaus yfir að fólk frá Íslandi skyldi hafa komið alla þessa leið og tekið var skýrt fram að við kæmum svo langt að að ekki einu sinni GOOGLE væri með leiðarvísi frá Islandi til Buchloe,, þau væri búin að sannreyna það,, það var nú heldur betur uppi fótur og fit við borðið okkar og við Anna Maria .. i algerum ... ungfrú Ísland ,, drama drusluðumst í gegnum mann hafið en 70 borð voru þarna og við frekar aftarlega i salnum,, og ég get alveg sagt það DAGSATT að ýmislegt hefur maður oft spáð í og óskað sér en þetta var svo æðislega óvænt og skemmtilegt,, og einhvernveginn út í loftið,, en svo kom i ljós ,, án þess að ég eða aðrir vissu að gefin voru 3.2.1 verðlaun i fimm flokkum

1)Globetrotter
2)lengsti eigendaferill
3)elsti bíllinn
4)mest ekinn
5)flottasti bíllinn

Já það var ekki leiðinlegt að standa þarna og taka við þessu úr hendi ,, ALPINA sr og synir hans 2
Anna Maria sagði með stolti að hún hefði fengið að kyssa alvöru ALPINA kall.. engann plat kall eins og mig!!!!!!!!!!!

1) verðlaun voru CNC smíðað álstykki eflaust 3.5 kg og kassi með 6 vínflöskum ,, ALPINAWEIN
BARA i lagi

Image

Image

Image

________________________________________________________________________________

Image

________________________________________________________________________________


Eins og áður sagði af 70 borðum og 500 manns i salnum þá fékk sessunautur minn einnig 1. verðlaun fyrir mest ekna bílinn,,,,, 400.000+ km,,, B10 3.5 ,, á oem motor,, ekkert verið gert ,, ekki nokkur skapaður hlutur LENGI LIFI M30....... forever

Félagi okkar ,, Thomas Schluppeck fékk 3.verðlaun fyrir flottasta bílinn,, E34 B10 4.6 6g #008 annar af tveimur touring sem voru boðnir 6g alls voru 6 i það heila,, 4 sedan og 2 touring,, billinn hans er petrol-mica og er hann búinn að eyða yfir 45.000€ i bílinn í uppgerð,, en bíllinn er eins og nýr ,, GEGGJAÐ flottur,,
Bíll nr 2 i flottasti bíllinn var E31 B12 Coupe,, Mugello rot ,, einnig FÁRÁNLEGA flottur,,,,,,,,

Bíll nr. 1 i flottasti bíllinn var B8 4d strípulaus og ansi plain.. en ég heyrði á mörgum að þeir voru ekki sáttir með það val,, fannst hann hreinlega ekkert eiga heima þarna..

Ég og Anna Maria fundum fyrir gríðarlegri gleði félagsmanna alpinagemeinschaft i okkar garð varðandi þessi verðlaun og einnig var Thomas vel sáttur ,, svo og aðrir félagsmenn en 9 félagsmenn fengu verðlaun af 15 sem voru veitt,, svo um kvöldið var líka þetta rosa fyllerí bæði i Buchloe og á hótelinu,, en við vorum i ca 15 mín akstri frá Buchloe, en ca 12.000 manns búa þar,
á Sunnudag var ekkert annað en að leggja af stað upp á Nürburgring,, og þurfti Anna Maria að gjöra svo vel að fara á öðrum bíl en það var ekkert pláss fyrir hana,,,,,,,, bara ég og my precious
Image

En það væsti svosem ekki um þessa elsku,,, hún keypti sér SLK og var alsátt ein um borð
Image

Author:  saemi [ Sat 01. Aug 2015 00:58 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Þetta er ótrúlega flott Sveinki, skemmtileg lesning. Ég þarf að kaupa mér ALPINA og vera með!

Author:  ömmudriver [ Sat 01. Aug 2015 03:27 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Frrrrábær lesning og þetta hefur klárlega verið lífreynsla í lagi! 8)

Author:  Alpina [ Sat 01. Aug 2015 08:18 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Smá OFFTOPIC..... ég spurði 2 mechanic sem voru á þannig aldri að þeir væru ,,fræðilega ,, búnir að vinna i einhvern tíma,
annar með 15 ár en ég náði ekki alveg að skilja hinn,,,, en ég spurði þá hvort þeir ættu sér einhvern uppáhalds bíl, úr röðinni

svarið kom spontant,, og það sama hjá báðum !!!!!!!!!!!

B10 BITURBO og B8


Image


Image



..... þessi guli hefði eiginlega ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

Image

Author:  Alpina [ Sun 02. Aug 2015 00:26 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

ALPINA official video...



hérna er IMPRESSUM,, úr veislunni



og svo hérna ,, aðal viðtalið.. farið yfir söguna osfrv..


Author:  Alpina [ Sun 02. Aug 2015 01:01 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Hérna erum við að fara frá hótelinu inn til Buchloe,,,



ég ætlaði að taka FEITA rönnið við einhverja þarna,, en umferðin osfrv var ekki að leifa slíkt :thdown:

Author:  Bartek [ Sun 02. Aug 2015 14:57 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Er þetta fake numer á bilnum þinum :lol: :shock: .... Sveinki Kriminal??


Image


Til hamingju Vinur... Þu ert svo flottur...! :thup:

Author:  Alpina [ Sun 02. Aug 2015 17:43 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Fake......... :lol: :lol: :lol:

Ja :roll: ég lét búa þetta til,, af því að skoðunarmiðinn er vinstra meginn á einkanr.. miklu gáfulegra að hafa IS merkið,, og svo Alpina,,,,,,,,, stafina hehehe

Image

Author:  Bartek [ Sun 02. Aug 2015 17:59 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Alpina wrote:
Fake......... :lol: :lol: :lol:

Ja :roll: ég lét búa þetta til,, af því að skoðunarmiðinn er vinstra meginn á einkanr.. miklu gáfulegra að hafa IS merkið,, og svo Alpina,,,,,,,,, stafina hehehe

Image



Já það er rétt hjá þér... eg lendi i miklu vesseni utaf þvi að var ekki með IS merkið :wink:

Image
Image

sorry fyrir OT.

Author:  Angelic0- [ Mon 03. Aug 2015 00:15 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Awesome, svo ekki se meira sagt...

Author:  jens [ Mon 03. Aug 2015 20:20 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Þetta hefur verið geggjað og til hamingju :thup:

Author:  D.Árna [ Mon 03. Aug 2015 21:52 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Áhugaverð lesning.

Author:  Zed III [ Tue 04. Aug 2015 19:46 ]
Post subject:  Re: ALPINA 50 Jahre festival 1965-2015

Algjör snilld :thup:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/