bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

e39 525 diesel... góðir bílar ??
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=67673
Page 1 of 1

Author:  Ásgeir Yngvi [ Sun 09. Nov 2014 08:39 ]
Post subject:  e39 525 diesel... góðir bílar ??

Já komiði sæl og blessuð !

Nennir einhver hér að deila visku sinni varðandi e39 525 diesel ? 2002 model. Ek. um 270 þús.

Það var verið að bjóða mér svona bíl í skiptum fyrir fordf150 2004/5.


Til að byrja með eru þessi skipti ekki mér í óhag peningalega séð? Og endast þessar vélar eitthvað í likingu við td. diesel Benz mótorana?

Author:  D.Árna [ Sun 09. Nov 2014 10:09 ]
Post subject:  Re: e39 525 diesel... góðir bílar ??

Ásgeir Yngvi wrote:
Já komiði sæl og blessuð !

Nennir einhver hér að deila visku sinni varðandi e39 525 diesel ? 2002 model. Ek. um 270 þús.

Það var verið að bjóða mér svona bíl í skiptum fyrir fordf150 2004/5.


Til að byrja með eru þessi skipti ekki mér í óhag peningalega séð? Og endast þessar vélar eitthvað í likingu við td. diesel Benz mótorana?


Þessir mótorar eru afar vel byggðir og hannaðir, þú getur keyrt þetta liggur við endalaust með réttu viðhaldi, smyrja á réttum tíma osf.

Hvað er sett á svona f150?

Author:  Ásgeir Yngvi [ Sun 09. Nov 2014 13:30 ]
Post subject:  Re: e39 525 diesel... góðir bílar ??

á bilasolur.is er verðið á svona bílum frá 1.500 þús til 2.500 þús.

Rosalega misjöfn verð á svipuðum bílum.

Author:  D.Árna [ Sun 09. Nov 2014 14:38 ]
Post subject:  Re: e39 525 diesel... góðir bílar ??

Ásgeir Yngvi wrote:
á bilasolur.is er verðið á svona bílum frá 1.500 þús til 2.500 þús.

Rosalega misjöfn verð á svipuðum bílum.


Myndi hugsa að 525d '02 árg væri um 1400-1600 í stgr ca

Author:  Angelic0- [ Sun 09. Nov 2014 15:20 ]
Post subject:  Re: e39 525 diesel... góðir bílar ??

525d er aldrei nema 1100þ stgr nema hann sé með mtech og eitthvað fancy og minna ekinn enn 270þ.. eða bara loaded af allskyns drasli...

en M57 er geggjaður mótor ef að menn bara smyrja og passa að skipta um ALLAR SÍUR (þmt. gaurinn á ventlalokinu)....

Ef að menn trassa að skipta um síuna á ventlalokinu cloggast hún og VNT dótið festist þannig að túrbínurnar eyðileggjast á cyclic overspeed...

Myndi alltaf taka þetta í skiptum fyrir Fordinn þar sem að þeir eru að seljast á 900-1100þ stgr... þó að það sé sett á þá 1300 og uppúr...

Author:  slapi [ Sun 09. Nov 2014 18:05 ]
Post subject:  Re: e39 525 diesel... góðir bílar ??

Angelic0- wrote:

Ef að menn trassa að skipta um síuna á ventlalokinu cloggast hún og VNT dótið festist þannig að túrbínurnar eyðileggjast á cyclic overspeed...


Reyndar enn ein fullyrðing frá þér sem er röng.



Annars myndi ég halda að 525d sé frá 900-1200 þús í dag og 1200 þús bíll sé ansi góður keyrður um 200þ km.

Þetta eru að vera ansi gamlir bílar og þó þetta sé E39 sem er eitt af því betra sem hefur komið frá Bavaríu þá þarf að horfa í ryð og annað komandi viðhald sem getur verið á döfinni.
F150 er hægt að kaupa fyrir góðan pening í dag ek skoðaðu framboðið á móti , það virðist vera HELLINGUR af þessu á sölu á móti gæti verið auðveldara að losa sig við 525d fyrir sanngjarnan pening hraðar heldur en F150.

Author:  D.Árna [ Sun 09. Nov 2014 18:36 ]
Post subject:  Re: e39 525 diesel... góðir bílar ??

Gott að hafa í huga að algengt E39 vandamál er að pixlar í mælaborði og útvarpi deyja mjög reglulega,ásamt þessu klassíska ryði sem myndast á skottloki :)

Author:  Angelic0- [ Sun 09. Nov 2014 19:09 ]
Post subject:  Re: e39 525 diesel... góðir bílar ??

slapi wrote:
Angelic0- wrote:

Ef að menn trassa að skipta um síuna á ventlalokinu cloggast hún og VNT dótið festist þannig að túrbínurnar eyðileggjast á cyclic overspeed...


Reyndar enn ein fullyrðing frá þér sem er röng.


Þetta eru skýringar sem að ég fékk hjá starfsmanni B|L...

Fannst þetta lógískt, því að "boost solenoid" gaurinn er routaður þangað að sögn sama manns...

Author:  Raggi M5 [ Wed 19. Nov 2014 06:32 ]
Post subject:  Re: e39 525 diesel... góðir bílar ??

D.Árna wrote:
Ásgeir Yngvi wrote:
á bilasolur.is er verðið á svona bílum frá 1.500 þús til 2.500 þús.

Rosalega misjöfn verð á svipuðum bílum.


Myndi hugsa að 525d '02 árg væri um 1400-1600 í stgr ca


Þetta verð er FULLHÁTT, það er verið að auglýsa einn dökkbláann 525d ekinn 207þús með stóra skjánum og einhverju fínerí á 950stgr
og bíllinn hjá Sævari (Berio) sem er 530d full mtech með öllu ek.270 er á 1350þús

myndi segja MAX 11-1200 þús fyrir GÓÐANN 525d

En ég mæli hiklaust með þessum bílum, er búinn að eiga tvo svona og þetta eru frábærir bílar. Og með reglulegu viðhaldi er hægt
að keyra þetta endalaust

Author:  Angelic0- [ Thu 20. Nov 2014 18:15 ]
Post subject:  Re: e39 525 diesel... góðir bílar ??

Ég var að skoða einn 525d Oxford Green M-tech áðan...

Bíllinn er sem nýr í akstri, og sem nýr að innan og utan, lakk er gott og bíllinn ber það með sér að hafa fengið góða umgengni og meðferð...

Erum að tala um eintak sem er kannski í lagi að borga 1.300.000kr +/- 50.000kr fyrir...

Það leynast einn og einn moli hingað og þangað, en ég veit að hann fæst keyptur á 1.050.000kr staðgreitt... því að skiptiverðið á honum er 1.650.000kr og viðkomandi vill ekki dýrari bíl en 800.000kr í skiptum...

Author:  hjalmargauti [ Wed 26. Nov 2014 21:36 ]
Post subject:  Re: e39 525 diesel... góðir bílar ??

er þetta þessi ? viewtopic.php?f=10&t=67463

ef svo þá er þetta fínasti bíll og ég sé lúmskt eftir honum

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/