| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ | |
| Hvaða litur er þetta á þessum felgum ? https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=62597 | Page 1 of 1 | 
| Author: | thorsteinarg [ Wed 31. Jul 2013 00:04 ] | 
| Post subject: | Hvaða litur er þetta á þessum felgum ? | 
| Sá þessar felgur og varð alveg ástfanginn af litnum á þeim, er þetta eitthvað chrome afbrigði ?   | |
| Author: | SteiniDJ [ Wed 31. Jul 2013 09:03 ] | 
| Post subject: | Re: Hvaða litur er þetta á þessum felgum ? | 
| Minnir svolítið á shadow chrome litinn sem kom á E39 M5 felgum. | |
| Author: | Alpina [ Wed 31. Jul 2013 21:20 ] | 
| Post subject: | Re: Hvaða litur er þetta á þessum felgum ? | 
| SteiniDJ wrote: Minnir svolítið á shadow chrome litinn sem kom á E39 M5 felgum. Sammála því,,,, | |
| Author: | thorsteinarg [ Wed 31. Jul 2013 21:31 ] | 
| Post subject: | Re: Hvaða litur er þetta á þessum felgum ? | 
| Jú það gæti passað, allavega skuggalega líkur þeim lit. Langar nefnilega frekar mikið að láta sandblása og pólera felgurnar mínar, en pælingin er í hvernig lit.. Sá þessar (Betri mynd af hinum) Þetta eru alveg eins felgur og ég er með undir bílnum núna. Langar reyndar líka helvíti mikið að lita þær í Gunmetal Er eitthver meistari hérna í Photoshop sem gæti litað felgurnar á myndinni hérna fyrir neðan í shadow chrome og gunmetal ?    | |
| Author: | SteiniDJ [ Wed 07. Aug 2013 00:43 ] | 
| Post subject: | Re: Hvaða litur er þetta á þessum felgum ? | 
| Kannski er einhver að gera þetta flott í dag, en mín reynsla af pólýhúðun hefur ekki verið merkileg. Finnst litaúrvalið ekkert spennandi. Sezar hérna á spjallinu tók M5 felgur í gegn fyrir mig. Þær voru áður pólýhúðaðar og fylgir því mikil vinna að pússa þær niður og undirbúa fyrir sprautun, ef vel á að vera. Svo sprautaði hann þær í alvöru shadow chrome lit og tók fyrir þetta allt um 50þ ef ég man rétt, sem er nánast það sama og þú borgar fyrir pólýhúðun.  Myndi kanna þann kost áður en þú skoðar pólýhúðun! | |
| Author: | íbbi_ [ Wed 07. Aug 2013 04:38 ] | 
| Post subject: | Re: Hvaða litur er þetta á þessum felgum ? | 
| árni er fluttur af landinu. held að það komi til með að reynast erfitt að fá hann í þetta   | |
| Author: | aronsteinn [ Thu 08. Aug 2013 15:36 ] | 
| Post subject: | Re: Hvaða litur er þetta á þessum felgum ? | 
| Hérna er Photoshop.... hefði kanski átt að hafa þær aðeins ljósari, ef þú vill er ég enga stund að græa það     | |
| Author: | fart [ Fri 09. Aug 2013 07:40 ] | 
| Post subject: | Re: Hvaða litur er þetta á þessum felgum ? | 
| Efsta myndin er bara týpískt BBS silfur, tekið með flashi. | |
| Page 1 of 1 | All times are UTC | 
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ | |