| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ | |
| Bimmar fyrir ráðamenn? https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=54357 | Page 1 of 4 | 
| Author: | thisman [ Wed 14. Dec 2011 16:02 ] | 
| Post subject: | Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| Það væri nú gaman ef eitthvað af þessum yrðu vel spekkaðir BMW - skothelt gler og alles. Hef nú samt á tilfinningunni að þetta verði eitthvað meira "low profile" til að draga úr gagnrýnisröddum á óþarfa spreði. Kröfurnar með glerið minnkar nú samt úrvalið og takmarkar nánast eingöngu við lúxusmerkin. Ekki nema hægt sé að kaupa súkkur eða eitthvað álíka með skotheldu gleri.   | |
| Author: | ppp [ Wed 14. Dec 2011 16:13 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| Nei veistu það yrði gaman ef þeir myndu halda kjafti og sætta sig við 7 ára gamlu sjöur -- já eða pillast til þess að keyra sjálfir eins og restin af þjóðinni. Hvernig væri það. Kostnaðurinn af þessu einkabílstjórabulli er alveg fáránlegur, eða hátt í 10 milljónir á ári per bíl. Hvernig væri nú að eyða því frekar í tækjabúnað fyrir landspítalann t.d? | |
| Author: | thisman [ Wed 14. Dec 2011 16:19 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| Hehe, þetta er þá líklega ekki tíminn til að ég fari að röfla um kaup og kjör ráðamanna landsins - sem mér finnast skammarlega lág!   | |
| Author: | ppp [ Wed 14. Dec 2011 16:24 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| Ekki miðað við árangur. | |
| Author: | Mazi! [ Wed 14. Dec 2011 17:11 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| Uggh,, láta þessa gæja aka um á Chevrolet spark og skipta þeim út með 10 ára bili. | |
| Author: | thisman [ Wed 14. Dec 2011 17:42 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
|   | |
| Author: | ppp [ Wed 14. Dec 2011 17:53 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| Ég var nú meira að pæla í einhverjum svona   | |
| Author: | ///MR HUNG [ Wed 14. Dec 2011 17:58 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| thisman wrote: Hehe, þetta er þá líklega ekki tíminn til að ég fari að röfla um kaup og kjör ráðamanna landsins - sem mér finnast skammarlega lág!   Úr hvaða tré dast þú   | |
| Author: | thisman [ Wed 14. Dec 2011 18:26 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| Tja, að verða dálítið off-topic hjá okkur, en að fórna einkalífi, vera í vinnunni allan sólarhringinn (með einum hætti eða öðrum), búa við lélegt atvinnuöryggi, endalaust álag og vera gagnrýndur úr öllum áttum - fyrir rúma milljón á mánuði er alveg fáránlegur díll! Jafnvel þó svo að þokkaleg eftirlaun og einkabílstjóri fylgi. Vil taka fram að ég er ekki að taka afstöðu til núverandi ríkisstjórnar - en þetta er pakkinn sem um ræðir hverju sinni og mér finnst að hann ætti að vera umtalsvert betur fóðraður. | |
| Author: | Jökull [ Wed 14. Dec 2011 19:35 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| Það er ekkert verið að tala um skothelt gler, heldur "óbrjótandi" s.s tvöfalt gler   | |
| Author: | Einsii [ Wed 14. Dec 2011 19:58 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| Kaupa 3 octavíur og kaffi aðstöðu fyrir jafnmarga bílstjóra sem stendur þessu fólki til boða fyrir vinnutengd erindi. Svo geta þeir bara mætt á einkabílnum í vinnuna eins og aðrir! | |
| Author: | thisman [ Wed 14. Dec 2011 20:25 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| Einsii wrote: Kaupa 3 octavíur og kaffi aðstöðu fyrir jafnmarga bílstjóra sem stendur þessu fólki til boða fyrir vinnutengd erindi. Svo geta þeir bara mætt á einkabílnum í vinnuna eins og aðrir! Hhmm, nokkuð sniðug hugmynd - þ.e. samnýting á bílum/bílstjórum. | |
| Author: | thisman [ Wed 14. Dec 2011 20:27 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| Jökull wrote: Það er ekkert verið að tala um skothelt gler, heldur "óbrjótandi" s.s tvöfalt gler   Æji ekki skemma fönnið - miklu meira kúl að tala um skothelt gler!  En nú þekki ég þetta reyndar ekki - eru bílaframleiðendur að bjóða upp á marga flokka í þessum sterkari glerjum? Hélt að högghelt/skothelt (well, það er reyndar ekki til neitt sem er alveg högghelt/skothelt) væri basically sama draslið. | |
| Author: | Freyr Gauti [ Wed 14. Dec 2011 21:02 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| Finnst nú að jafnt ætti að gilda um allar hluta ríkisreksturs, brjálaður niðurskurður allstaðar svo að það ætti að vera hægt að rúlla á þessum bílum í 2-3 ár í viðbót. | |
| Author: | Zed III [ Wed 14. Dec 2011 21:41 ] | 
| Post subject: | Re: Bimmar fyrir ráðamenn? | 
| thisman wrote: búa við lélegt atvinnuöryggi Held það séu engir með meira atvinnuöryggi en þetta fólk. | |
| Page 1 of 4 | All times are UTC | 
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ | |