| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ | |
| Jibíííí, búinn að fá bílinn aftur https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=471 | Page 1 of 1 | 
| Author: | GHR [ Thu 19. Dec 2002 11:24 ] | 
| Post subject: | Jibíííí, búinn að fá bílinn aftur | 
| Jibíííí, búinn að sækja bílinn. Gengur á öllum núna   Kostaði 27.350 með okkar afslætti. Hvílík virkni í þessari græju  hann þrykkir manni í sætið á hvað hraða sem er. Ég brunaði heim á 140 km og manni fannst maður vera á 80 km, svona eiga bílar að vera. Og togið (450 NM) er svakalegt, bílinn er sjálfur 1885 kg + ég (70 kg) = 1955 kg  en hann missir engan snúning upp brekkur. Hann er reyndar að svelta á bensíni á 5000+ rpm en sama hann rokvirkar undir því, sérstaklega á ferðinni. ( samt sem áður er hámarksaflið á 5200 rpm þannig að hann nær því ekki) Geðveikt ánægður með bílinn         Reyndar er upptakið ekki alveg nógu gott á þessum dekkjum, hann spólar bara. En á ferðinni ............. | |
| Author: | Gunni [ Thu 19. Dec 2002 11:32 ] | 
| Post subject: | |
| til hamingju með það Gummi! | |
| Author: | bebecar [ Thu 19. Dec 2002 11:35 ] | 
| Post subject: | |
| Fékkstu að vita hjá þeim hvað var að? Þetta er ekki mikið verð fyrir sex auka strokka   | |
| Author: | GHR [ Thu 19. Dec 2002 11:39 ] | 
| Post subject: | |
| bebecar wrote: Fékkstu að vita hjá þeim hvað var að? Þetta er ekki mikið verð fyrir sex auka strokka  Jamm, bensíndælurnar voru að vinna á móti hvorri annarri og sá sem var betri ,,vann'' hina og skemmdi. Þarf bara aðra dælu við tækifæri til að redda þessu alveg - núna er bara ein dæla að sjá um bensínflæði til báða helminga. (ræður ekki alveg við það en samt furðu vel) Núna er bara næst á dagskrá að sprauta kvikindið svo maður geti látið sjá sig á samkomunum með hinum glæsibílunum ykkar. (reyndar á algjörum kleinuhringjadekkum - minni en orginal   | |
| Author: | Djofullinn [ Thu 19. Dec 2002 18:44 ] | 
| Post subject: | |
| Til hamingju Gummi!!! Maður eiginlega hálf sér eftir því að hafa selt hann   En frábært að það var ekki meira að honum heldur en þetta!! Ertu ekki búinn að láta skoða hann? | |
| Author: | Guest [ Thu 19. Dec 2002 22:08 ] | 
| Post subject: | |
| Djofullinn wrote: Til hamingju Gummi!!!  Maður eiginlega hálf sér eftir því að hafa selt hann   En frábært að það var ekki meira að honum heldur en þetta!! Ertu ekki búinn að láta skoða hann? Nei, reyndar ekki ennþá. Fékk bara frestun á því þegar ég sótti númerin   Ég var að fikta enn meira í vélina (ég er algjör fiktari) og reif bensíndælurnar aftur úr til að athuga hvort þær væru í lagi. Þær eru í lagi, það sem við erum búnir að komast að er það að Fuel sending unit-ið þ.e.a.s. eitt plögg í dæluna er orðið ónýtt og ég þarf að beintengja bensíndælurnar og þá er vélin ready. Annars verð ég bara að hafa þetta ennþá svona bráðabirgðareddun   | |
| Author: | GHR [ Thu 19. Dec 2002 23:02 ] | 
| Post subject: | |
| úps, gleymdi að logga mig inn. Daníel, veistu nokkuð hvort það hafði verið búið að skipta um bensíndælur eða eitthvað í fiktað eitthvað tankinum? Leiðslurnar voru nefnilega vitlaust tengdar og þar af leiðandi fór bakflæðið úr tankinum á móti hinni bensíndælunni. (ekki skrýtið að þetta hafi ekki virkað) | |
| Author: | Djofullinn [ Thu 19. Dec 2002 23:21 ] | 
| Post subject: | |
| Humm ekki svo ég viti.... | |
| Page 1 of 1 | All times are UTC | 
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ | |