| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Rafgeymar, hvar á að kaupa? https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=42438 |
Page 1 of 1 |
| Author: | zazou [ Tue 19. Jan 2010 00:56 ] |
| Post subject: | Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
Ég þarf lítin geymi, ekki nema 65ah og hjá ónefndu olíufyrirtæki á ég að skilja eftir hjá þeim yfir 33.000 kr. áður en ég labba burt með fenginn. Veit einhver um fyrirtæki sem selur geyma á eðlilegri verðum? Man að ég keypti 110ah geymi í Alpínuna vorið á árinu góða 2007 á 17k og það þótti mér dýrt. En hér erum við að tala um ca helmingi minni geymi á TVÖFÖLDU verði. Ég trúi bara ekki að það sé hægt að skella skuldinni eingöngu á landráðavíkingana sem léku sér að því að veikja krónuna um helming, reikningsdæmið gengur ekki upp þannig! |
|
| Author: | zneb [ Tue 19. Jan 2010 01:11 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
Skorri er líka með geyma, en þeir voru dýrari en hjá N1 þegar ég tékkaði á þessu um daginn. Tékkaðu samt á þeim in case |
|
| Author: | srr [ Tue 19. Jan 2010 01:13 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
Ef peningar eru málið,,,,þá er Vaka að selja notaða fullhlaðna rafgeyma. Allavega á gamla staðnum, það hlýtur að vera þannig ennþá. |
|
| Author: | Steini B [ Tue 19. Jan 2010 01:13 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
Keypti rétt fyrir jól geymi í búð sem heitir Rafgeymasalan http://www.rafgeymar.is ( Sama hús og N1 Búðin fyrir framan Bónus í Hafnarfirði ) Og ég borgaði 18þ. fyrir að mig minnir 65ah geymi... |
|
| Author: | JonHrafn [ Tue 19. Jan 2010 07:19 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
Skoðaðu þetta. http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=15588&p=112206&hilit=+rafgeymar#p112206 Önnur stærð á rafgeymum en þetta eru allavega góður listi yfir söluaðila og gefur hugmynd um verðlagningu. |
|
| Author: | BMW728i [ Tue 19. Jan 2010 09:43 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
Skorri.is eða Rafgeymar.is |
|
| Author: | Schulii [ Tue 19. Jan 2010 12:12 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
Ég keypti 100 A geymi af Skorra rétt fyrir jól. Það var ódýrara en hjá N1. Gúmmívinnustofan var samt ódýrust. |
|
| Author: | srr [ Tue 19. Jan 2010 13:19 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
Schulii wrote: Ég keypti 100 A geymi af Skorra rétt fyrir jól. Það var ódýrara en hjá N1. Gúmmívinnustofan var samt ódýrust. Hvernig getur Gúmmívinnustofan verið ódýrari en N1? Gúmmívinnustofan er núna N1 Nema þú sért að meina Gúmmívinnustofuna í Skipholti,,,,ekki upp á Réttarhálsi |
|
| Author: | Schulii [ Tue 19. Jan 2010 22:46 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
srr wrote: Schulii wrote: Ég keypti 100 A geymi af Skorra rétt fyrir jól. Það var ódýrara en hjá N1. Gúmmívinnustofan var samt ódýrust. Hvernig getur Gúmmívinnustofan verið ódýrari en N1? Gúmmívinnustofan er núna N1 Nema þú sért að meina Gúmmívinnustofuna í Skipholti,,,,ekki upp á Réttarhálsi VÁÁ hvað ég er vitlaus að vita ekki að tvö fyrirtæki með sama nafni séu ekki með sömu eigendur Ég var að meina semsagt Skipholti. Skal reyna að gæta mín á svona heimsku í framtíðinni. |
|
| Author: | zazou [ Wed 20. Jan 2010 00:37 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
srr wrote: Ef peningar eru málið,,,,þá er Vaka að selja notaða fullhlaðna rafgeyma. Allavega á gamla staðnum, það hlýtur að vera þannig ennþá. Auðvitað fer ekki eitthvað notað drasl í Daimlerinn en mér finnst bara allt í lagi að bitcha pínulítið þegar hlutir hafa hækkað um og yfir 200%, þe 3x
|
|
| Author: | Geirinn [ Wed 20. Jan 2010 12:55 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
Schulii wrote: srr wrote: Schulii wrote: Ég keypti 100 A geymi af Skorra rétt fyrir jól. Það var ódýrara en hjá N1. Gúmmívinnustofan var samt ódýrust. Hvernig getur Gúmmívinnustofan verið ódýrari en N1? Gúmmívinnustofan er núna N1 Nema þú sért að meina Gúmmívinnustofuna í Skipholti,,,,ekki upp á Réttarhálsi VÁÁ hvað ég er vitlaus að vita ekki að tvö fyrirtæki með sama nafni séu ekki með sömu eigendur Ég var að meina semsagt Skipholti. Skal reyna að gæta mín á svona heimsku í framtíðinni. Slakur. |
|
| Author: | Vargur [ Wed 20. Jan 2010 21:31 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
Mér sýndist um daginn að rafgeymar væru á fínu verði í Bílabúð Benna. |
|
| Author: | 98.OKT [ Sat 23. Jan 2010 18:49 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
Tékkaðu á Max1, man ekki nákvæmt verð á geymunum, þeir kosta frá 17-ca.30.000.kr- þar |
|
| Author: | slapi [ Sat 23. Jan 2010 18:55 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
Steini B wrote: Keypti rétt fyrir jól geymi í búð sem heitir Rafgeymasalan http://www.rafgeymar.is ( Sama hús og N1 Búðin fyrir framan Bónus í Hafnarfirði ) Og ég borgaði 18þ. fyrir að mig minnir 65ah geymi... Hef aldrei verslað við þá en heyrt margar ansi góðar reynslusögur af þeim , þá sérlega frá leigubílstjórum. |
|
| Author: | gunnar [ Sat 23. Jan 2010 19:05 ] |
| Post subject: | Re: Rafgeymar, hvar á að kaupa? |
slapi wrote: Steini B wrote: Keypti rétt fyrir jól geymi í búð sem heitir Rafgeymasalan http://www.rafgeymar.is ( Sama hús og N1 Búðin fyrir framan Bónus í Hafnarfirði ) Og ég borgaði 18þ. fyrir að mig minnir 65ah geymi... Hef aldrei verslað við þá en heyrt margar ansi góðar reynslusögur af þeim , þá sérlega frá leigubílstjórum. Versla alla mína geyma hjá þeim, hef keypt sjálfsagt 10-15 geyma þarna fyrir vini og vandamenn í gegnum tíðina. Bara góð þjónustu og skemmtilegir kallar sem reka þetta. |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|