| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Olíuverk https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=38740 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Hemmi Þór [ Tue 21. Jul 2009 18:09 ] |
| Post subject: | Olíuverk |
Sælir BMW aðdáendur.Mig vantar olíuverk í 320d árgerð 2000, beinskiptur. BMW númer 13517787562. Ef einhver á þá gott, annars er öll aðstoð vel þegin í leitinni að nýju eða uppgerðu verki. Best væri ef einhver þekkti slóð á byrgja í Flennsborg í Þýskalandi. Kv Hemmi. |
|
| Author: | Stebbtronic [ Tue 21. Jul 2009 18:16 ] |
| Post subject: | Re: Olíuverk |
Er þetta ekki Bosch olíuverk? Spurning um að ath hvort að þeir í Framtak-Blossa geti ekki bara tekið upp og stillt gamla olíuverkið, er örugglega ódýrara en að kaupa nýtt. |
|
| Author: | saemi [ Tue 21. Jul 2009 20:18 ] |
| Post subject: | Re: Olíuverk |
Schmiedmann.com, þeir eru nálægt flensborg. |
|
| Author: | Tommi Camaro [ Tue 28. Jul 2009 21:54 ] |
| Post subject: | Re: Olíuverk |
er með 320d og 520 d í rifi 2000 og 2002 , hafðu samband ef þú vilt fara í notað |
|
| Author: | slyddan [ Sat 15. Aug 2009 16:26 ] |
| Post subject: | Re: Olíuverk |
ef þig vantar olíuverk svo geturðu sent mér línu. info@dieselpump.nu |
|
| Author: | Rednex [ Wed 19. Aug 2009 20:50 ] |
| Post subject: | Re: Olíuverk |
Svona smá aulaspurning... Er olíuverk í svona nýlegum evrópskum bílum ? Var ekki common-railkerfi komið í allt þá, árgerð 2000 ? |
|
| Author: | ValliFudd [ Wed 19. Aug 2009 22:46 ] |
| Post subject: | Re: Olíuverk |
Listasafn Reykjaness á þetta olíuverk ![]() Nú heyrir maður talað um að taka upp olíuverk eða eitthvað í þá áttina reglulega með díselbíla.. Nú er komið að noob spurningu dauðans.. Hvað er olíuverk? Þar sem ég er ekki með enska orðið gengur illa að googla það eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan |
|
| Author: | 300+ [ Wed 19. Aug 2009 23:21 ] |
| Post subject: | Re: Olíuverk |
Olíuverkið í dieselvélum sér um að fæða vélina eldsneyti og að allir strokkar fái jafn mikið eldsneyti við sama snúningshraða. Ef við berum þetta saman við bensínbílana mætti segja að olíuverkið í diesel gegni sama hlutverki og eldsneytisdæla og innspýtingartölva, en í diesel er það "oftast" olíuverkið sem stýrir opnun spíssana með því að stýra magni og þrýsting í spíssalögnum sem er umfram opnunarþrýsting spíssana. Þegar olíuverk verða gömul og vanstillt fara þau að dæla mis-miklu magni til strokka við sama sn.hraða. Hér er ég ekki að tala um common-rail, það er allt önnur ella og tölvustýrt en gömlu olíuverkin eru það ekki. |
|
| Author: | ValliFudd [ Thu 20. Aug 2009 09:01 ] |
| Post subject: | Re: Olíuverk |
ok, svo þegar menn eru að pína meira útúr díselvélum, er boost aukið og fiktað í olíuverki upp á að fá meiri dísel inn á mótor á móti? |
|
| Author: | gstuning [ Thu 20. Aug 2009 09:12 ] |
| Post subject: | Re: Olíuverk |
Já. Díesel virka þannig að þær eru ekki með throttle body í þeirri merkingu heldur er allt galopið öllum stundum, snúning vélarinnar er bara stýrt með magningu af eldsneyti. Þannig að Meira díesel = meira power , þangað til að max poweri fyrir það gefna magn af súrefni er náð. Oftast rétt fyrir svartann reyk. Enn það fer eftir aðstæðum og tímasetningu á díeselinu. Þetta er stundum stillanlegt með gjöfinni einni á díesel dælunni. Einnig er hægt að auka þrýstinginn og vinnst þá bæði betri eyðsla sem og meira mögulegt power. Svo gengur þetta bara auðvitað það sama með turbo´s, meira loft og meira díesel er meira power. Enda ekki af ástæðuleysi að nýju Bosch díesel kerfin hjá BMW runna á 2500bar þrýsting, já ekki PSI heldur BAR þrýsting Enda eru tölurnar á nýju 2.0lítra díesel hjá bmw alveg magnaðar. Sumir polo gaurarnir eru að runna trukka túrbínur og 3bör boost |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|