bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 16. Jun 2024 13:31

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 23 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: sælir bmw kallar,
PostPosted: Sat 26. Oct 2002 16:40 
Sælir,

ég var að skrá mig hérna og ætlaði að heilsa liðinu og kynna mig kannski aðeins.

eins og sést heiti ég ívar.. á engann bmw hef aldrei átt bmew og hefur aldrei likað við Bmw HA? :shock:

en eitthvað fór nú hausinn á mér að rugla uppá síðkastið sem varð til þess að mér hætti að líka þeir bílar sem ég hef haft áhuga á og átt síðan ég man eftir mér en það eru gamlir amerískir muslce-car's og hefur það reyndar valdið mér nokkrum óþægindum þar sem ég veit ekkert hvað ég vill lengur en einhverja hluta vegna er ég að verða rosalega hrifinn af Bmw og þá sérstaklega eftir að ég "kynntist" bebecar og hans bíl..

löngunin til kaupa hans bíl er svakaleg en ég virðist aðeins þurfa að bíða lengur en hann getur beðið :?

eitt sem hefur vakið athygli hjá mér er að það virðist vera hægt að gera alveg súúúper kaup í 7línu bimmum 95 og uppúr og er ég virkilega heitur fyrir 730-740 sona 95-96.. hefur einhver hérna reynslu af þeim?

en jæja ég ætlaði bara að heilsa... og btw óska ykkur til hamingju með að því virðist vera frábæran klúbb.

kv, íbbi


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. Oct 2002 17:08 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Sæll Ívar og velkominn í klúbbinn!

Ég hef átt '96 E38 730i og var mjöööög ánægður með þann bíl, frábært að keyra hann, fínn kraftur og mjög flottur. Ég veit að þú verður ánægður með gott eintak af svoleiðis bíl.
Eina slæma sem ég hef heyrt um þá er að sumum finnst innréttingin ekki nógu vönduð, en ég tók nú ekkert eftir því með minn bíl, fannst allt mjög verklegt og sterkt eins og í öllum hinum bimmunum sem ég hef átt.

Vonandi finnuru góðan bíl og mætir á samkomu hjá okkur :D
B.t.w ef þig vantar ódýrari bimma, þá á ég einn 520ia árg. '91 handa þér :wink:

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. Oct 2002 17:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Blessaðu og velkominn, ég var alveg eins og þú, ég gjörsamlega hataði BMW og elskaði ameríska muslce-bíla eins og Mustang og þannig, (á reyndar Mercury Capri 5.0 líka :wink: ), síðan í hittifyrra þá small þýski rofinn í hausnum á mér á ON og mig langaði rosalega í eitthvað þýskt, skoðaði Audi og Benz mikið. Síðan prófaði ég BMW og þá var það búið, no turning back og keypti minn fyrsta BMW í sumar og sé ekki eftir því. Tékkaðu á 740, kunningi minn á þannig '95, loaded, fullt af krafti og þægindum og auðvitað M5, meiri kraftur. Heirðu, þetta er nóg... phúff, takk. :)

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. Oct 2002 19:54 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Blessaður og velkominn, ef þú kaupir gott eintak af BMW þá átt þú aldrei aftur eftir að fá þér annað en BMW :D
Snilldarbílar, ég hef lika mikla reynslu af gömlum muscle car (bróðir minn hafur átt óteljandi marga Chevy, nú keyrir hann á Flame-uðum Malibu '79, vinir minn á Camaro Z28 '80, og ég get talið endalaust t.d. Camaro '70, Trans Am o.fl. sem kunningjar mínir eiga.
Þrælgaman að rúnta á þessum bílum, en alltof mikið viðhald, svo segja þeir bara að BMW - bílar meira wenjulega
en það er bull fáfróða mannsins.
Jæja, ég er frekar til í flottan lúxusbíl sem getur beygt á hraða, er einangraður, og með mjög góðan endahraða, (ekki á 3500rpm á 100 kph - 4.10)

p.s. átturu ekki Camaro (fjólubláan)

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. Oct 2002 19:56 
hvað seturu á þann bimma?

reyndar var ætlunin að ef ég keypti mér bimma þá yrði það fully-loaded bíll þar sem það var farið að fara í taugarnar á mér allur hávaðin og lætin í köggunum en síðast ók ég um á Camaro með 400cid vél flækjum og galopnum pústum sem voru rétt rúmur meter á lengd.. núna langar mig í bíl sem maður nýtur þess að keyra og langar að eiga lengi.. en ég hef alltaf verið mikill braskari.. búnað eiga um 10 bíla eða svo og er rétt að skríða í 18 árið 8)

ekki vönduð innréting í 95+ 7 línuni? ég einmitt hreifst svo af innrétinguni í þeim bílum aftursætin eru alveg rosaleg :lol:

p.s það er eitthvað klikkað í samb við skráninguna en ég skráði mig inn og nú neitar hún að hleypa mér inn og ég skráði mig undir öðru nafni og það er strax komið í fokk..


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. Oct 2002 20:58 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Velkominn Ívar á svæðið!

Heyrðu, þetta er reyndar alveg rétt líka. Ég hataði BMW fyrst (það eru svona 12-14 ár síðan). Síðan fengum við bílpróf og einn vinur minn keypti þannig bíl 528 1980 módel og pabbi hans flutti inn fyrsta E30 M3 bílinn.

Þá fór maður að fíla lúkkið og gæðin en var samt á móti þeim, skildi þetta ekki.

Svo fór að ég prófaði bíl frá BMW, bara einfaldur 520 1988 módel E34 og ég féll kylliflatur, þvílíkt massívt tæki og þó hann væri ekki neitt ofursprækur þá fylgdi honum bara vellíðan.

Eftir það þá sá ég alltaf fyrir mér að ég yrði að eignast BMW en það tók nú ansi langan tíma og minn fyrsti BMW varð M5 þannig að ég veit eiginlega ekki hvað ég á að fá mér næst. Það er ljóst að krafturinn verður að vera til staðar en ég gæti líka vel hugsað mér að fara í eldri bíla t.d. eins og 3.0 CS.

Ég vona að þú getir keypt minn - :lol: það væri frábært.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. Oct 2002 22:31 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Þú færð hann á 350 þús.
En hann er langt frá því að vera loaded :)

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 26. Oct 2002 23:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
hmm færð minn á 450.000 með 6 hátölurum 4 tweeterum 1x 18" 2000w rockford fosgate (45.000kr) , 2x 12" 1200w JBL power keilur (36.000kr) í boxi og allar græjur með .. Pioneer DEHP 6400 spilari með (kostar 69.000kr) 760w Pionner magnar (42.000kr) og annan 460w Pionner 4 rása með (30.000kr) "VIPER þjófavörn , fjarstart(65.000)" Dökkarfilmur allan hringinn, 2 vetrardekk :) og 4 ný sumardekk

En færð hann á 300.000 án græjanna :)

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 27. Oct 2002 00:30 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 02. Sep 2002 00:39
Posts: 99
Það er verið að auglýsa einn 730i (árg 95) í DV í dag. 1490þús kr. 1050þús á láni

_________________
Gummi
E-46 320i '00
Honda CBR 1000F '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 27. Oct 2002 14:14 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
ég rak augun í þann 730 og hafði séð hann á netinu.. virðist flottur fann líka á netinu 18" bmw felgur eins og þær gerast breiðastar (væri eflaust hægt að láta hamstur hlaupa á köntunum með góðu móti) á aðeins 90k með dekkjum en eins og eg sagði þ´ða get ég ekki farið útí bílaviðskipti strax þar sem ég á 2 bíla fyrir,

einnig var í blaðinu dáldið freistandi 525ia með leðri lúgu spilara boxi og öllum andsk... á 17" momo felgum á milljón 93árg.. virðist vera flottur bíll..

ég kannast nú við eiganda flame-aða malibusins.. nei ég átti svartan camaro eins og þenann fjólubláa bara z28...

myndir: http://www.live2cruize.com/Members/Sidu ... Camaro.htm

djöfullin.. gætiru sent mér myndir af honum? eða einhverjar uppls? ég hef einmitt keyrt 520 og líkaði vel..

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 27. Oct 2002 15:06 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
mér sona sýnist að bestu kaupin séu hægt að gera í 730 af 95+ (hvað heitir það boddy annars?) fyrir utan þá 750 bílin sem er hægt að fá á alveg fáránlegu verði eins og t.d 750 ial bíl sem ég veit um fluttur inn nýr af B&L með sjónvarpi og öllu ekin undir 100 á 2,3m en ég vill ekki 750 8) þessi grái sem var í dv er mjög fallegur en afborganir af láninu á bílnum eru 60þúsund á mánuði og það er eiginlega to-much.. síðan er hann ekki með leðri og 7 lína án leðurs er eins og kelling án.. jæja.. :lol:

annars sýnist mér einn af stærri kostum við að versla bmw að þeir fást á alveg ótrúlega góðu verði eins og t.d 730i með síma og leðri og bara öllu á tæpa 1.5m 95árg ekin 130.. meðan S bensanir frá um 92 eru að fara á 2.5-4 sambærilegir bílar og meirasegja alls ekki jafn fallegir að innan.

djöfulinn hvað var þessi 730 að eyða hjá þér?

mér langar mest í 740.. en þeir virðast vera langdýrastir. :(

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 27. Oct 2002 15:11 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég sá þennan 730 bíl og hann leit ekki vel út - virkaðu frekar sjúskaður, sprungnir listar á honum og eins og hann væri snjáður. Hann er til sölu á bílasölunni fyrir aftan Dominos á Grensásveginum, ég sá ekki betur en þetta væri sá bíll - ef svo er ekki þá gæti vel verið að hann sé í lagi en yfirleitt er ástæða fyrir lágum verðum - þó þau geti oft borgað sig.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 27. Oct 2002 18:07 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Þetta er bíllinn í grófum dráttum:

BMW 520ia 12/91. 6 cyl. 24v. 150 hö. Influttur nýr. Smurbók frá upphafi. Toppviðhald. Ekinn 252 þús.km. Nýlega skipt um heddpakkningu og vatnsdælu. Steingrár. Sjálfskiptur. Rafdr. rúður og speglar. Hiti í sætum. Fjarstýrðar samlæsingar og Avital þjófavörn. Mjög góður bíll sem á nóg eftir. Skoðaður '03. Þarf að skipta um stýrisenda og laga samlæsingu bílstjórameginn.

Myndir af bílnum: http://www.simnet.is/danieltosti/520i.htm

Ásett verð á bílasölum er frá 500-600 þúsund krónur, t.d er eins bíll nema ári eldri til sölu hjá Bílamarkaðnum á 590 þúsund, en þar sem ég verð að selja hann því ég er búinn að kaupa annan bíl er ég til í að selja hann á 400 þúsund eða fyrsta sanngjarna staðgreiðslutilboðinu.

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 27. Oct 2002 18:08 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Ég man ekkert hvað 730 bílinn eyddi, sorry :roll:

Þetta boddý heitir E38.

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 27. Oct 2002 19:49 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Ég skal setja myndirnar inn,
Hér koma þær (Flottur bíll)

(engar myndir, sorry - þurfti að henda þeim aftur út fyrir eiganda)

og svo smá upplýsingar
Aukabúnaður:

ný græjuð 400 pontiac vél,
Edelbrock Air-gap álmillihedd,
Edelbrock 750cfm 4bbl blöndungur,
upphækkunarplata undir tor,
Edelbrock loftsía og öndunarsía
282° knastás,
portuð hedd,
0,10 yfir í bori,
MSD kveikja,
MSD þræðir (bláir)
Accel supercoil háspennukefli,
Jackob's Computer ignitiom Box
hreyfiltengd þjófavörn,
höfuðrofi,
Svartar ljósahlífar
stillanlegir loftdemparar að aftan
heavy Duty gormar,
flækjur
tvöfalt 2.5" með opnum glasspack kútum sem
koma út fyrir framan afturdekk, rétt rúmur meter hver rör
10" breiðar krómfelgur að aftan og 8" breiðar að framan

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Last edited by GHR on Sun 27. Oct 2002 20:05, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 23 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 30 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group