bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

BMW E28 í nýjasta COLDPLAY myndbandinu....
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=228
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Wed 23. Oct 2002 15:43 ]
Post subject:  BMW E28 í nýjasta COLDPLAY myndbandinu....

Ég sá þetta í sjónvarpinu, synd hvernig fer fyrir bílnum en hann spilar samt mikilvægt hlutverk.

Þetta eru greinilega smekkmenn auk þess að vera íslandsvinir.

Ég hef það á tilfinningunni að það sé stutt í "cult status" á E28.

Author:  Moni [ Wed 23. Oct 2002 15:48 ]
Post subject:  Re: BMW E28 í nýjasta COLDPLAY myndbandinu....

Nokkuð gott, en hvernig BMW er E 28?

Author:  flamatron [ Wed 23. Oct 2002 16:13 ]
Post subject: 

Það er svona gömul Fimma,, Ekki satt??

Soldið leiðinlegt að horfa á hann veltast niður brekkuna. :cry:

Author:  bebecar [ Wed 23. Oct 2002 16:15 ]
Post subject: 

Gömul fimma jú, fram til 1987

Author:  Svezel [ Wed 23. Oct 2002 16:24 ]
Post subject: 

Þetta er svakalega flottur bíll og ég dáðist mikið af honum þegar ég sá myndbandið. Varla hafa þeir eyðilagt svona fallegan bíl í alvöru :shock:

Mér sýndist bíllinn líka vera óskemmdur eftir veltuna þegar hann sat í bílnum, bara búið að taka úr honum rúðuna.

Author:  bebecar [ Wed 23. Oct 2002 16:29 ]
Post subject: 

Satt er það ég sá það líka. Mig langar í E28 og E34 M5!

Author:  Djofullinn [ Wed 23. Oct 2002 16:30 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Satt er það ég sá það líka. Mig langar í E28 og E34 M5!

Það væri ekki amalegt að hafa þá 2 fyrir utan bílskúrinn heima :D

Author:  bebecar [ Wed 23. Oct 2002 16:31 ]
Post subject: 

Segðu... það er bara aá stefnuskránni! Augljóst mál.

Eða E34 M5 og E30 M3! Það væri gott líka.

Author:  flamatron [ Wed 23. Oct 2002 16:41 ]
Post subject: 

Veit eithver um e30 m3 til sölu?
Mig langar svo í, :D
Veit eithver hvað er mikið af þeim hér á klakanum. :?:

Author:  Moni [ Wed 23. Oct 2002 16:44 ]
Post subject: 

Bebecar, átt þú ekki M5 sem myndin er af?

Author:  Guest [ Wed 23. Oct 2002 16:59 ]
Post subject:  BMW e36 í gömlu Coldplay myndbandi

talandi um Coldplay og BMW.

Í myndbandi þeirra við Trouble á fyrsta disknum var BMW hvítur held ég e36 með spoiler á skottinu að bakka svona fram og til baka í myrkri nánast allt myndbandið minnir mig.

Þeir Coldplay menn eru greinilega hliðhollir BMW. Þeir eru líka breskir, BMW eru gríðarlega vinsælir í Bretlandi og t.d. var 523 e39 næst söluhæsti bíllinn fyrir fáum árum. Sennilega á eftir einhverjum Ford eða Vauxhall ( Opel ).

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/