bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

samkomumyndirnar komnar
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=223
Page 1 of 1

Author:  Gunni [ Tue 22. Oct 2002 19:54 ]
Post subject:  samkomumyndirnar komnar

ætlaði bara að láta vita að myndirnar af samkomunni síðustu helgi eru komnar inní samkomugallerýið. þar eru t.d. myndir af bílnum hans Pálma, þ.e. e39 M5 8)

Author:  Gummi [ Tue 22. Oct 2002 20:14 ]
Post subject: 

Mjög fínar myndir en á þeim að dæma var veðrið alveg æði. 8)

Author:  Kull [ Tue 22. Oct 2002 21:42 ]
Post subject: 

Alveg frábært veður, það var svo mikið rok að það var erfitt að halda myndavélinni stöðugri :shock:

Author:  Djofullinn [ Tue 22. Oct 2002 21:46 ]
Post subject: 

Já ég tók einhverjer 3 myndir og gafst upp, puttarnir mínir voru að detta af mér :roll:

Author:  bebecar [ Wed 23. Oct 2002 01:03 ]
Post subject: 

Já... OG ENGIN MYND AF MÍNUM! :(

Greinilega ekki gott að leggja við hliðina á E39 M5.

Hefði verið gaman að fá mynd af þeim saman E34 og E39 M5, tala nú ekki um ef Sæmi gæti komið með E28 M5 líka. Þá væri það myndefni á heimsmælikvarða!

Author:  Kull [ Wed 23. Oct 2002 09:04 ]
Post subject: 

Hehe, ég tók mynd af þínum Bebecar en vegna mikils vinds hefur myndavélin hreyfst og því var myndin öll úr fókus.

Já, næst verðum við að taka mynd af öllum M5 bílunum saman.

Author:  bebecar [ Wed 23. Oct 2002 09:16 ]
Post subject: 

Engin spurning.... allir M bílarnir, allir M5 bílarnir og svo allar gerðir af M5 væri mjög gaman. Uppáhaldsmyndin mín er af þremur kynslóðum M5 bíla og hún var á www.bmwm5.com. Mjög falleg mynd.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/