| bmwkraftur.is https://bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Búinn að láta 325ix-inn minn... https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2218 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Schulii [ Mon 04. Aug 2003 00:06 ] |
| Post subject: | Búinn að láta 325ix-inn minn... |
Jæja, ég bara gat ekki staðist það... Ég lét Dinan hafa My Precious... hann fékk 325ix-inn minn En það er ekki allt slæmt. Ég fékk þennan frábæra E32 730i bíl frá honum og ég get svarið það að hann er algjörlega STÓRKOSTLEGUR.. var að koma í bæinn á honum og það er bara ótrúlegt að keyra þennan bíl Þannig að ég heiti ekki lengur 325ix heldur Schulii_730i.. allavega í bili |
|
| Author: | rutur325i [ Mon 04. Aug 2003 03:07 ] |
| Post subject: | |
til hamingju og ég samhryggist, eða þú veist hvað ég meina til lukku allaveganna |
|
| Author: | GHR [ Mon 04. Aug 2003 12:45 ] |
| Post subject: | |
Til hamingju Ohh man hvað mig langar aftur í sjöu |
|
| Author: | bebecar [ Mon 04. Aug 2003 13:49 ] |
| Post subject: | |
Var þetta ekki 5 gíra sjöan með Shadowline? |
|
| Author: | Schulii [ Mon 04. Aug 2003 14:17 ] |
| Post subject: | |
jú jú.. þetta er einmitt hún. Hann er með eftirfarandi: Leðurklæddur Rafmagn í sætum minni í bílstjórasæti rafmagn í rúðum cruise control aksturstölva árekstrarskynjarar hiti í sætum rafmagnstopplúga þokuljós loftkæling sumardekk á álfelgum vetrardekk á sérfelgum geislaspilari + magnari + MTX bassabox + 8 hátalara BMW hljómkerfi og eitthvað sem ég bara man ekki í augnablikinu.. Bíllinn kom frá þýskalandi snemma í vor og hefur aldrei verið keyrður í salti og honum fylgdu þjónustureikningar frá upphafi sýnist mér.. það eina sem er að honum er að annar afgasskynjarinn er farinn annars er bíllinn í óaðfinnanlegu ástandi og er allur eins og nýr.. Ég vona bara að Dinan verði ánægður með 325ix-inn því ég er svo sannarlega ánægður með þennan. Það kemur mér mest á óvart hversu sprækur hann er.. en það kostar líka SMÁ bensín |
|
| Author: | Benzari [ Mon 04. Aug 2003 14:25 ] |
| Post subject: | |
Schulii_730i wrote: Það kemur mér mest á óvart hversu sprækur hann er.. en það kostar líka SMÁ bensín
Til hamingju. Prófaðu að mæla eyðslumun á milli 95/eða98 okt. og V-power, hjá mér munar um 1,5 L/per 100.km. (ef þú ert ekki þegar að keyra á "páverinu" PS. Þurfti að stoppa á Selfossi í gær til að fyll'ann, er þá ekki sjálfsafgreiðslan 1.kr. ódýrari þar Teddi sparsami |
|
| Author: | Schulii [ Mon 04. Aug 2003 14:34 ] |
| Post subject: | |
Benzari wrote: Schulii_730i wrote: Það kemur mér mest á óvart hversu sprækur hann er.. en það kostar líka SMÁ bensín Til hamingju. Prófaðu að mæla eyðslumun á milli 95/eða98 okt. og V-power, hjá mér munar um 1,5 L/per 100.km. (ef þú ert ekki þegar að keyra á "páverinu" PS. Þurfti að stoppa á Selfossi í gær til að fyll'ann, er þá ekki sjálfsafgreiðslan 1.kr. ódýrari þar Teddi sparsami Dinan var búinn vera með hann á V-power og ég er að spá í að halda því bara áfram.. ætla samt að sjá til, vill vera alveg viss um að ég sé að gera rétt.. ekkert grín að fyllann' ..10.000kall |
|
| Author: | GHR [ Mon 04. Aug 2003 14:59 ] |
| Post subject: | |
Þegar þú segir afgasskynjarann, ertu þá að meina súrefnisskynjarann eða....... Hvernig er þetta að lýsa sér |
|
| Author: | Schulii [ Mon 04. Aug 2003 19:35 ] |
| Post subject: | |
sko.. þetta held ég er eitthvað sem TB sagði og þetta lýsir sér víst þannig að lausagangurinn er aðeins rokkandi alveg fyrst meðan hann er kaldur.. |
|
| Author: | arnib [ Tue 05. Aug 2003 08:37 ] |
| Post subject: | |
Til hamingju með söluna og kaupin Skúli! Báðir þessir bílar (ix og 7a) eru gull-fallegir þannig að ég held að hvorugur hafi verið svikinn af dílnum |
|
| Author: | Schulii [ Wed 06. Aug 2003 03:27 ] |
| Post subject: | |
Þakka þér fyrir Árni.. og nei við erum báðir mjög ánægðir |
|
| Author: | benzboy [ Thu 07. Aug 2003 14:21 ] |
| Post subject: | |
til hamingju |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|