bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Bremsu-umræða færð í nýjan dálk
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=218
Page 1 of 2

Author:  saemi [ Mon 21. Oct 2002 22:57 ]
Post subject:  Bremsu-umræða færð í nýjan dálk

Varðandi "upgrade" á bremsurnar, þá skilst mér nú að M5 bremsurnar séu alveg nægjanlegar á þeim bíl, og ekki þörf á að bæta við þar. Kannski ef maður er á "autobahn" hraða að staðaldri og neglir niður jú, en varla á Íslandi þar sem maður sprettir úr spori svona einstaka sinnum :wink:

En ég er hjartanlega sammála að það eru ekki allir sem hugsa út í það að gera bremsurnar öflugri þegar það er búið að auka eitthvað verulega við aflið í viðkomandi bíl. Það er auðvitað nauðsynlegt.

Hér er mjög fræðandi síða varðandi bremsur á BMW, hvað passar á milli, hvað er best, val á klossum ofl.


http://www.bmwe34.net/E34main/Upgrade/Brakes.htm

Sæmi

Author:  gstuning [ Wed 23. Oct 2002 19:30 ]
Post subject: 

Málið með bremsur,

Nú hef ég heyrt nokkra auto-x ara segja að stock 325i bremsur séu mjög góðar, málið er að þær fadi ekki, og að það séu ekkert loft í leiðslunum, ef bremsuvökvinn fær að sjóða þá er hann ónýttur

Author:  Alpina [ Wed 23. Oct 2002 21:04 ]
Post subject:  BREMSUVÖKVI

Eins og gstuning bendir á með bremsu vökvann þá er það nú þannig
að hérlendis þá er ekki leyfilegur HÁhámarkshraði þannig að þau tilfelli sem bremsuvökvi sýður er vægast sagt mjög sjaldan nema að um sé að ræða gengdarlausan þjösnaskap og misþyrming á bifreiðinni,,
td. fór ég með bílinn minn í þjónustu hjá B/L um daginn og var tjáð er ég náði í bílinn að br.vökvinn hefði verið næstum svartur á litinn þannig að
án vafa var hann kominn á tíma,,,,,,,

Sv.H

Author:  Stefan325i [ Thu 24. Oct 2002 12:36 ]
Post subject: 

Ég mæli með að skipta um bremsuvokva einu sinni á ári.
þá er eg að tala um skipta um allann vökva í kerfinu.

Author:  bebecar [ Thu 24. Oct 2002 14:26 ]
Post subject: 

Þær virkuðu allavega vel áðan þegar ég var að flýta mér ;)

Author:  Haffi [ Thu 24. Oct 2002 15:09 ]
Post subject: 

Ég þyrfti nú að fá mér einhverjar almennilegar bremsur á minn þar sem þær þola nú lítið sem ekkert enda ekki einusinni loftkældar bara heilir diskar í gegn... spá hvort að það sé mikið mál að skella bremsum af 530 eða M ara undir ? :wink:

Author:  bebecar [ Thu 24. Oct 2002 15:25 ]
Post subject: 

Vertu ekkert að spá í B10 eða B12, fáðu þér M5 ;)

Author:  saemi [ Thu 24. Oct 2002 15:46 ]
Post subject: 

Haffi, ég vísa bara til linksins í fyrsta "postinu" hérna. Þar sérðu alveg hvað passar á E34. Það er ekkert mál að færa þetta á milli

Sæmi

Author:  bebecar [ Thu 24. Oct 2002 16:12 ]
Post subject: 

Sko, ég hef ekki neitt yfir bremsunum að kvarta, en aðallega þar sem ég hef ekki ekið bíl með öflugri bremsum nema kannski M coupé og þar reyndi nú ekki mikið á þær.

En ég hef séð menn tala um að fá betri bremsur að framan.

Author:  Kull [ Thu 24. Oct 2002 16:16 ]
Post subject: 

Venjulegur maður hefur ekkert við betri bremsur að gera á M5, það eru bara þeir sem eru að keppa á brautum sem eru að uppfæra bremsurnar hjá sér. Síðan er náttúrulega hægt að fá sér bremsuklossa sem þola meiri hita ef menn eru að nota bremsurnar mikið. Þá eru minni líkur að lenda í brake fade.

Author:  bebecar [ Thu 24. Oct 2002 16:43 ]
Post subject: 

Sennilega er það laukrétt hjá þér.... allavega er ég alveg dús, en góðar bremsur nýtast náttúrulega víðar en bara á braut.

Author:  Kull [ Thu 24. Oct 2002 16:50 ]
Post subject: 

Vissulega, ef menn eru með frekar slappar bremsur eins og Haffi var að tala um er sjálfsagt að reyna að bæta þær. En að eyða hundruðum þúsunda í að setja Porsche bremsur á M5 er ekkert voðalega sniðugt finnst mér, frekar setja túrbínu bara :)

Author:  saemi [ Thu 24. Oct 2002 17:01 ]
Post subject: 

Hehe, en ef þú setur peninginn í túrbínu, þá áttu ekkert eftir til að nota í bremsurnar :(

Better late in this world, rather than fast in the next 8)

Author:  Dr. E31 [ Fri 25. Oct 2002 17:51 ]
Post subject: 

Vitið þið hvort einhver sé með umboð fyrir svona aftermarked bremsu-íhluti eins og t.d. EBC Green Stuff og svoleiðis? Mig langar í bremsuklossa sem að kemur ekki svona rosalegaa mikið ryk af eins og original klossar.

Author:  Svezel [ Fri 25. Oct 2002 18:01 ]
Post subject: 

Ég held að Bílbox sé með Green Stuff

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/