bmwkraftur.is
https://bmwkraftur.is/spjall/

Bremsu-umræða færð í nýjan dálk
https://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=218
Page 2 of 2

Author:  Kull [ Fri 25. Oct 2002 18:02 ]
Post subject: 

Mæli með Mintex klossum sem Orkan-Snorri.G eru að selja. Fínt verð á þeim, voru helmingi ódýrari en í umboði fyrir minn bíl. Síðan kemur nánast ekkert bremsuryk af þeim. Hvernig endingin er get ég ekki sagt um því ég er aðeins búinn að vera með þá í suttan tíma.

Author:  Dr. E31 [ Fri 25. Oct 2002 18:27 ]
Post subject: 

Takk ég tékka á þeim.
BTW hvar er Bílbox?

Author:  Kull [ Fri 25. Oct 2002 18:40 ]
Post subject: 

Samkvæmt símaskránni: B K Bílbox Dalvegi 16c 201 Kópavogur 587 5700

Author:  Svezel [ Fri 25. Oct 2002 18:45 ]
Post subject: 

Þeir eru á

Dalvegi 16 C, 200 Kópavogi
Sími/Fax 587-5700
GSM 898-9681

Þeir eru líka með Ecotek ventlana

P.s. ég tengist þeim ekkert en þeir ég talaði dálítið við þá þegar ég fékk Ecotekið og þetta eru fínir kallar. Þeir bentu mér á einhverja green klossa þegar ég var þarna og sögðu þá veru rosa góða.

Author:  Kull [ Fri 25. Oct 2002 18:51 ]
Post subject: 

Það sem ég hef lesið á korkum þá mæla menn ekki með EBC Green stuff klossum á þunga bíla eins og flesta BMW. Hjá sumum hafa þeir dugað í mjög stuttan tíma og hjá öðrum hafa þeir spænt upp diskunum. En ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti...

Author:  Haffi [ Sat 26. Oct 2002 20:14 ]
Post subject: 

klossarnir sem ég er með hafa verið undir bílnum síðan í febrúar og nóg eftir af þeim en þar sem bremsurnar þola engann hita þá hættir allt að virka ef ég bremsa úr high speed 2x-3x og eru endalaust lengi að kólna :(
Svo líka einusinni í sumar þegar ég var niðrí í bæ og þurfti að bruna heim (ermergency) og snarhemlaði nokkrum sinnum niður á 160-180 svo þegar ég parkaði heima (segjum bara danmörku ef að löggi mann er að lesa ;) þá rauk næstum því mökksvartur reykur úr öllu heila klabbinu og mér stóð nokkurnvegin ekki á sama því ég hélt að þetta kæmi allt úr húddinu og bíllinn væri bara í ljósum logum undir húddinu :shock:

Page 2 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/