Ef þú ferð út án þess að vera með cash þá getur verið mjög mikið
ves. Ef þú ferð t.d. með bankaávísun þá tekur óratíma að afgreiða það,
því þýskir bankar lifa í fornöld.
Það er auðvitað MJÖG risky að fara út með 1-2 milljónir í reiðufé, því
maður veit aldrei hvað kemur uppá.
Það er auðvitað möguleiki fyrir þig að fara út og skoða bílinn, hringja svo
í bankann þinn hérna heima og láta þá millifæra með swift.
Einnig býður Landsbankinn uppá millifærslu með Western Union og á það
að taka 10 mínútur. Það gæti þó verið að þú þurfir að ganga frá því áður
en þú ferð (ef það þarf að skrifa undir etc.), svo geturðu bara hringt
í þjónustufulltrúann og látið hann klára málið.
Þú getur séð eitthvað um Þýskalandsbankana sem eru í þessu
Wesern Union hérna:
http://www.westernunion.com/info/homePage.asp?country=DE&origination=global
Tengill á síðu Landsbankans hér:
http://www.landsbanki.is/index.aspx?GroupId=957
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
kv. Gunni