Skutlaði bílnum áðan til HCT-Tuning. Hressir gaurar sem hafa greinilega mixað slatta í gegnum tíðina. Þeir voru í óða önn að setja saman E36M3 bíl (í GTR looki) og full race specci í sem þeir nota til að keppa á í VLNþ
http://www.automobilsport.com/vln-nuerb ... --177.html
http://en.wikipedia.org/wiki/VLN
http://www.vln.de
Eða s.s. endunrance racing á Nurburgring, sem er ekki í nema 30km fjarlægð frá HCT.
Við ræddum fram og til baka um það hvað myndi borga sig að gera. Þeim leist mjög vel á bremsurnar og ætla að sjá hvort það passa ekki 18" felgur utanum. Spurningin er bara hvort maður fer í silfraðar eða Svartar CH felgur.
Allavega ætla þeir að reyna að vera með bílinn tilbúinn 1. apríl. Þá stendur til að nokkrir virkir meðlimir M5 board í BENELUX og DE hittist á hringnum.
Ég ætlaði að kaupa Carbon húdd í leiðinni en þeir ráðlögðu mér frá því. Sögðu að líklegast væru þessi aftermarket húdd ekki nógu hitaþolin fyrir Nurburgring, eða hvort það var að þau hleypa ekki í gegnum sig hita eins og stálið. Allavega sögðu þeir mér að kaupa orginal húdd, þyngdarmismunurinn væri ekki það mikill. Aftur á móti áttu þeir til GT spoiler úr Carbon. Og þar munar SLATTA á þyngd. Líklegast skipti ég við þá, fæ carboninn og læt þá fá Orginalinn.
Planið er allavega þetta.
1. Bremsurnar í með smíðuðum miðjum sem færa diskana eins innarlega og hægt er þanngi að felgurnar færist lengra frá caliperum án þess að verða útstæðar.
2. Stál Bremsuslöngur (TUV viðurkenndar)
3. AP bremsuvökvi, eitthvað í áttina að 300° hitaþolinn
4. Polyfóðringar að aftan á flest dótið. Báðir eru þeir reyndir E36menn og annar þeirra sagði mér að þetta myndi spara mér mikið til lengdar, auk þess að gera bílinn stapílli. Side effect er að maður heyrir meira í drifrásinni (en er það ekki bara race
)
5. Coilovers í að aftan
6. Líklegast fara H&R eða Eibach stillanleg og stífari jafnvægisstangir í að framan og aftan.
7. BBS CH í 18x8,5 eða 19x8,5 og Toyo T1R (sem þeim reyndar fannst vera ok, en samt ekki sambærilegt Michelin eða Bridgestone).
Bottom line.. það er mjög auðvelt að detta í eyðslugírinn.
p.s. fór í 220 á bílnum áðan og hann er rock solid í SemiOem configinu.