bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 19. Mar 2024 04:06

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 33 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Sat 15. Oct 2016 21:03 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Aug 2009 18:10
Posts: 866
Location: ... á bakvið myndavélina.
Góða kvöldið,

Mig langaði að sýna ykkur nýja BMW'inn minn.

Þetta er loaded beinskiptur '97 323i M-Tech, fluttur inn '02.

Ég þekki ekki fyrstu ár bílsins, en ég veit að hann var heilmálaður '07-'09 í eigu Erlings Hjörleifssonar, og svo kaupir Sigursveinn (fyrri eigandi) bílinn af honum. Þá fer hann fljótlega með honum til Frakklands og var þar þangað til í apríl á þessu ári.

Hann er ekki ekinn nema 167 þúsund km þegar ég kaupi hann, og í mjög fínu standi. Lítið sem ekkert ryð að finna, en þó einhver upplitun (sem staðreyndin að hann hafi verið í Frakklandi bakkar upp).

Image
Image

Eins og einhverjir tóku kannski eftir var hann auglýstur á fáránlega lítinn pening (350k). Ástæðan var sú að fyrri eigandi er enginn sérstakur bílakall, heldur smiður sem hafði langað í flottan bíl á sínum tíma. En nú var hann búinn að eiga hann lengi og kominn tími á að selja án eftirmála.

Ég skoðaði bílinn og sá, að undir drullunni og járn-í-járn rykuðum E46 felgunum, var bíllinn OEM full M-Tech að utan og allir listar og stuðarar voru heilir.
Á honum eru þó miður falleg aftermarket projector ljós í lélegu standi, en það er lítið mál að kippa því í lag.
Þá vék ég mér að innréttingunni og sá að undir ljótu coverunum sem smiðurinn hafði notað til að hlífa sætunum sjálfum, voru Alcantara sportstólar. :thup: :loveit:
Í kringum þá var síðan svört innrétting með svörtum topp, M-stýri og gírhnúi.
Svo þegar sett var í gang heyrðist að M52 rellan var alveg stálhraust og prufurúnturinn staðfesti það. :thup:

Það sem þurfti/þarf að laga er eftirfarandi:
- Hann var fyrst og fremst skítugur, að utan og (sérstaklega) innan. Hann var hlaðinn af verkfærum í skottinu, og sennilega ekki verið ryksugaður og þurrkað af innan í honum í fleiri mánuði. Það er svona never-ending story að þrífa bíl, en ég er þó búinn að því helsta.
- Bíllinn ofhitaði sig og lak vatni. Fyrri eigandi kvaðst hafa leitað lausna en enga fundið. Ég, með hjálp frá vinnufélaga, var fljótur að bera kennsl á sökudólginn og var það einfaldlega lekur vatnskassi. Ég keypti nýjan 4 cyl kassa og vandamálið hefur verið úr sögunni síðan (allavega síðan á þriðjudag.) Ég læt 4 cyl kassann duga í bili, þar sem það er svo kalt á klakanum, og þessi bíll er ekki með kappakstur neinsstaðar í kortunum.
- Afturgormarnir hafa verið settir skakkt í bílinn á einhverjum tímapunkti og bankar stundum í þeim þegar ég fer ójafnt yfir einhversskonar hindranir.
- Allar veðurþéttingar eru orðnar slappar og bílstjórahurðaspjaldið laust og ekkert grín að festa endanlega aftur. (Týpísk E36 veiki)
- Það þarf að taka lakkið, merkin og lítið dútl í gegn, en það er ekkert sem stöðvar bílinn, en eldir hann þó.
- Hann er óskoðaður fyrir næsta ár og þarfnast einhverra skveranna fyrir það, en ekkert meiriháttar.


Ég braut sparibaukinn til þess að kaupa bílinn, þannig fram að næstu mánaðarmótum þarf ég að láta nauðsynjaviðgerðir duga, en eftir það fer uppgerðin almennilega af stað.

Þó er ekki mikið áætlað annað en að skvera allan hjólabúnað og vankanta, og versla fallegar felgur fyrir sumarið, þá helst einhverjar E36 M3 felgur, afþví mig langar að gera bílinn OEM+ í útliti, afþví það er E36 Coupe sem kom mér út í BMW delluna á annað borð, og held ég gríðarlega uppá bílana eins og þeir komu, en auðvitað kemur maður alltaf til með að setja eigin svip á bílinn.

Ég vona að þið hafið gaman að því að fylgjast með!

Þetta var eina myndin sem fylgdi auglýsingunni sem var birt í hádegi sunnudags 9/10/16.
Image


Ég fletti eigandanum upp og fór að skoða sama kvöldið, þetta var það sem ég sá:
Image

Image


Í hádeginu 10/10/16 fór ég og sótti bílinn.
Image

Image

Við hliðina á gamla E39 mínum, eftir að ég skolaði af honum. Svo skrapp ég og tók mynd af honum svona hreinum áður en ég myndi gera nokkuð annað við hann.
Image

Image


Forgangsatriðin græjuð á öðrum degi, annars vegar nýr vatnskassi og hinsvegar nýtt útvarp með Aux-tengi.
Það er alveg grundvallaratriði að ég geti hlustað á eigin tónlist í eigin bíl.
Ég sá ekki ástæðu til þess að spandera miklum pening í OEM útvarp, afþví það hefði alltaf kostað amk 2x meira, og ekki einusinni með Aux.
Image


Gamla draslið rifið úr...
Image

...og nýja sett í. (Hverjum datt í hug að líma þennan límmiða svona fast á? Ég eyddi alltof miklum tíma í að hreinsa límið sem sat eftir á skjánum.)
Image


Svona lítur innréttingin út eftir þrif og með nýju head uniti.
Image

Svo henti ég bílnum á lyftu til þess að sjá hvernig ástandið væri þar, og hvað þyrfti að laga fyrir skoðun.
Alltaf gaman þegar bílar eru meira og minna heilir undir. (Sérstaklega þegar maður setur þá ekki á lyftu fyrr en eftir kaup. :lol: )
Image

Nú stendur ekki LSD í fæðingavottorði og ég er ekki nógu fróður um þetta, en er þetta læsing eða ekki? :oops:
Image

_________________
’14 Volkswagen Golf GTD
'97 BMW E36 323i M-Tech - Coupe


Seldur:
'05 BMW E46 330i ///ZHP - Sedan


EMILK | facebook


Last edited by Emil Örn on Thu 14. Nov 2019 17:11, edited 6 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 15. Oct 2016 22:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 17. Apr 2008 23:20
Posts: 5217
Location: HérogÞarogAllstaðar
Hlakka til að sjá hvað þú gerir úr þessum :thup:

_________________
BMW E30 316i 1988

ROCKSTONE DAY PROJECTS ON YOUTUBE


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 16. Oct 2016 20:15 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sun 20. Jan 2013 23:06
Posts: 646
Location: HFJ
Góð leið til að athuga hvort það sé læsing í bílnum er að snúa öðru hjólinu.
Ef hitt snýst í öfuga átt við þá átt sem þú ert að snúa er opið drif í bílnum.
Ef það hinsvegar snýst í sömu átt og þú ert að snúa þá er bíllinn með læstu drifi.

_________________
E36 COUPÉ 325 93' M50B25


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 24. Oct 2016 22:31 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 22. Aug 2016 23:38
Posts: 14
Flottur bíll :thup:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 30. Oct 2016 23:44 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Aug 2009 18:10
Posts: 866
Location: ... á bakvið myndavélina.
Smá update, síðan ég skrifaði síðast hef ég fengið skoðun á hann, byrjað að bletta í ryð í skottinu, lagað númeraljósin og keypt OEM projector framljós.

Tók ekki eftir því hvað hin ljósin voru raunverulega ljót fyrr en OEM ljósin fóru á hann, þokkalegur munur.
Image

:thup: :king:
Image

8)
Image

Svo var bakkað á mig. :argh: :argh:

Listamaðurinn á bakvið þetta verk var eldri kona á B-Class, sem ákvað að það væri ekki
ekki nógu margar línur í E36 Coupe hönnuninni og vildi gera eitthvað í málinu.

Bíllinn minn var kyrrstæður fyrir utan heima, þegar hún er að bakka út úr stæði hússins á móti,
og bakkskynjararnir hennar ákváðu að láta hana ekki vita af þessum óbeyglaða og fína M-Tech E36 á bak við hana.

Við leystum þó málið okkar á milli, þannig þetta verður lagað úr hennar vasa, sem er gott.
En þetta er ótrúlega leiðinlegt, engu að síður, afþví bíllinn var annars skellulaus. :bawl:

Image

_________________
’14 Volkswagen Golf GTD
'97 BMW E36 323i M-Tech - Coupe


Seldur:
'05 BMW E46 330i ///ZHP - Sedan


EMILK | facebook


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 30. Oct 2016 23:52 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Aug 2009 18:10
Posts: 866
Location: ... á bakvið myndavélina.
Innkaupalistinn eins og stendur er eftirfarandi:

(x) Ný nagladekk
(x) Nýjar númeraplötur og rammar (sæki plöturnar á morgun)
( ) Net í framstuðarann (Bíð eftir mánaðarmótum)


Fyrir vorið:

( ) Lip á framstuðarann
( ) Flottar 17" felgur (helst Style 24, Sunflower eða jafnvel M-Contour)
( ) Lágur LTW spoiler


Það mun sennilega bætast eitthvað við þetta, auk þess sem allar mótor- og fjöðrunarbreytingar koma bara í ljós með vorinu.
Veit ekki alveg í hvaða átt ég ætla með það allt. Ekkert slamm og stance í kortunum, en eitthvað langar mig samt að gera til að gefa honum OEM+ lúkk.

_________________
’14 Volkswagen Golf GTD
'97 BMW E36 323i M-Tech - Coupe


Seldur:
'05 BMW E46 330i ///ZHP - Sedan


EMILK | facebook


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 13. Dec 2016 12:12 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Aug 2009 18:10
Posts: 866
Location: ... á bakvið myndavélina.
Alltaf mjakast þessi í rétta átt...

Skipti um merki að framan og aftan, þegar ég gerði það blasti þetta við mér. :? (Þreif þetta að sjálfsögðu)
Image

Image


Net í framstuðarann
Image


Svo hefur bíllinn fengið að vera inni undanfarna daga og verður sennilega fram yfir áramót, er að bletta í ryð, bóna, hreinsa, græja og gera.
Þegar ég tók afturljósin af var allt í rökum furunálahaugum og drullu, og ryð byrjað að myndast undan því. :thdown: (Þreif það auðvitað líka.)

Image

_________________
’14 Volkswagen Golf GTD
'97 BMW E36 323i M-Tech - Coupe


Seldur:
'05 BMW E46 330i ///ZHP - Sedan


EMILK | facebook


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 13. Dec 2016 20:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
LS swap ?

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 14. Dec 2016 00:55 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Aug 2009 18:10
Posts: 866
Location: ... á bakvið myndavélina.
Alpina wrote:
LS swap ?


Ég þarf allavega að láta mér detta eitthvað almennilegt í hug ef ég ætla að skáka hinum E36 skrímslunum hérna heima.

Það er ekkert grín að keppa við S62 og 2JZ, svo eitthvað sé nefnt!

_________________
’14 Volkswagen Golf GTD
'97 BMW E36 323i M-Tech - Coupe


Seldur:
'05 BMW E46 330i ///ZHP - Sedan


EMILK | facebook


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 14. Dec 2016 11:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 18. Oct 2012 21:28
Posts: 1514
Location: On the other side
Flottur bíll, og vel uppsettur þráður hafði gaman af því að lesa hann. Gangi þér vel :thup:

_________________
Honda Civic EK4 turbo 99
Honda Civic EK vti í rifi 00

Image

|E34 x1 | E36 x10 | E38 x2 | E39 x2 |

( [ o o ] [][] [ o o ] )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 21. Dec 2016 11:46 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 03. Jun 2009 00:57
Posts: 605
Flottur þráður og skemmtileg lesning..!

Hvað með bara s50b32 ?

_________________
Image
BMW e30 318is 89' Diamond Schwarz Metallic
BMW e46 318i 02' Daily Seldur
BMW e36 328i 95' Lemans Blue 17" Ac Schnitzer Seldur
BMW e34 525ix Touring 93' Seldur
BMW e46 318ci 00' Seldur
BMW e46 318i 00' Seldur
VW Golf GTI 99' Winterbeater! Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 23. Dec 2016 10:07 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Aug 2009 18:10
Posts: 866
Location: ... á bakvið myndavélina.
4-0 fyrir þessum helvítis hurðarlista, contact lím dugaði ekki heldur. Ég enda á því að logsjóða þetta helvíti við hurðina.
Listinn er orðinn boginn eins og banani, og vill bara ALLS ekki tolla við fremsta partinn á hurðinni. Er svart bílakítti það eina sem virkar?

(e.s. - Þegar þessi mynd var tekin var ég helvíti brattur, búinn að líma þetta og smella og hélt að þarna myndi það haldast. En nei...)
(e.e.s. - Þarna var ég líka búinn að sprauta svarta hlutan af speglunum, afþví þeir voru orðnir svo tærðir og ljótir.)
Image

Náði svo í bílinn og notaði hann í nokkra daga, þá einmitt snjóaði á hann.
Sem væri bara gleði og gaman, nema vegna þess að saltbíllinn er alltaf kallaður út til að elta mig þegar það snjóar. (Kannski halda þeir að ég sé á ónegldum að aftan.)

Image

Hérna leyfði ég honum að finna aðeins fyrir því í snjónum áður en ég stakk honum aftur inn.

Image

Svo fór prinsinn bara aftur inn í hlýjuna.

Image

_________________
’14 Volkswagen Golf GTD
'97 BMW E36 323i M-Tech - Coupe


Seldur:
'05 BMW E46 330i ///ZHP - Sedan


EMILK | facebook


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 03. Feb 2017 00:17 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Aug 2009 18:10
Posts: 866
Location: ... á bakvið myndavélina.
Jæja, loksins kominn á almennilegar felgur.
(einnig eitthvað smádót búið að gerast sem tekur ekki að telja upp)

OEM Staggered Style 24 (LTW) felgur.

17x7.5 að framan og 17x8.5 að aftan.

(Léleg símamynd)
Image

_________________
’14 Volkswagen Golf GTD
'97 BMW E36 323i M-Tech - Coupe


Seldur:
'05 BMW E46 330i ///ZHP - Sedan


EMILK | facebook


Last edited by Emil Örn on Sun 05. Feb 2017 20:58, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 05. Feb 2017 12:51 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Jan 2012 19:48
Posts: 1209
Location: 203, Kópavogur
Allur annar á þessum felgum, þetta er bara snyrtilegt eintak hjá þér :)

Style 24 eru svo fullkomnar undir E36 eins og Style 65 eru fullkomnar undir E39 :D

_________________
1997 BMW E39 523iA [NS-013]


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 05. Feb 2017 22:16 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 22. Dec 2011 03:41
Posts: 682
Emil langar þér ekki í 740iL í staðinn fyrir þennan :P

_________________
BMW E39 02' ///M5 [OK044]
BMW E60 05' ///M5 [OD896]
Seldir
Range Rover vogue 04' [VA038]
BMW E39 ///M5 [AP868]
BMW E39 ///M5 [VI232]
BMW E39 ///M5 [YS163]
BMW E36 ///M3 95' [MR159]
BMW Z3 Coupe 99' [ME157]


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 33 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group