Ég heiti Emil og er 15 ára (verð 16 ára í júlí nk.). Ég keypti mér minn fyrsta bíl fyrir u.þ.b. viku síðan og varð eitt uppáhalds BMW boddýið mitt fyrir valinu.
Bíllinn er '92 árgerð af BMW E36 320iA Coupe í Gletscherblau Metallic.  

 (Liturinn og innrétting mun flottara í persónu.)
Það helsta; 
- M50B20 Non-Vanos vél.
- Sjálfskiptur
- Ekinn aðeins 176.152 Km  

- Blá innrétting og leður stólar (með hita í sætum  

 )
- Tvívirk rafmagns-topplúga
- Sportstýri
Svo ætla ég að reyna að redda mér fæðingarvottorðinu fljótlega.
Þetta er umboðsbíll sem var fluttur inn splunkunýr árið 1992 og átti fyrsti eigandinn bílinn í 10 ár og geymdi alltaf í bílskúr. (Þegar hann var ekki í notkun.) 
Ég hef ekki mikil plön fyrir hann nema að laga bilaða vökvastýrisdælu. Reyndar þarf líka að festa hurðaspjaldið bílstjóramegin, það verður gert á næstu dögum.
Svo langar mig helst að skipta um stefnuljós og setja hvít. Lækka aðeins að framan og kannski felgur einhverntíma í framtíðinni. Hef nógan tíma til að spá í þessu, eitt og hálft ár í prófið.  
 
 Svona er hann þegar ég kaupi hann; 



Búinn að bóna inni í bílskúr hjá bróðir mínum, myndir síðan í dag. Betri myndir á morgun. 
