bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 29. Mar 2024 11:56

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 31 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Tue 27. Sep 2011 23:14 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Eins og margir hef ég horft á þennan bíl í mörg ár.
Núna þegar hann var til sölu small þetta allt saman og ég eignaðist bílinn.

Þetta er sem sagt BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio. Bíllinn kom á götuna 29. október 1993 og er bíll nr. 17 af þessari gerð. Sagan segir að aðeins 155 hafi verið smíðaðir. Bíllinn er í dag ekinn 137 þús. Því miður eru ekki þjónustubækur með honum frá upphafi heldur hef ég bara söguna frá sumrinu 2008 en þá var bíllinn keyrður 118 þús. Bíllinn kemur til Íslands í desember 2006, þá ekinn rétt rúm 100 þús.

Það eru alveg nokkrir búnir að eiga þennan bíl síðan hann kom til landsins. Tók saman sögu hans á BMW Krafti:
Miðað við þessa lesningu virðist meðferðin á bílnum hafa verið góð og síðast eigandi gjörsamlega dekraði við bílinn. Það verður erfitt að veita honum sömu meðferð áfram en ég mun gera mitt besta.

Upphaflega er þetta E36 325i sem sendur er beint frá BMW verksmiðjunni til Alpina. Þar er vélinni breytt í 3,0l svo hún skili 250 hö og 320 Nm togi. Einnig er sett ný fjöðrun í bílinn og nýtt pústkerfi. Alpina setur svo sínar felgur undir bílinn, setur merki á hina og þessa staði og breytir ýmsu smávægilegu.

Helsti búnaður í bílnum er:
    - Leður sportsæti með hita
    - Beinskipting
    - LSD
    - Hálfsjálfvirkur toppur
    - Tvískipt sjálfvirk miðstöð með loftkælingu
    - Stóra aksturstölvan
    - Hraðastillir
    - Bakkskynjarar
    - Hátalarar og magnarar settir í af Einsaa

Bíllinn er mjög nálægt jörðinni en þó ekki um of þannig að ég hef ekki enn rekið hann í neina hraðahindrun. Þurfti þó að fara í smá breytingar á innkeyrslunni hjá mér til að koma honum klakklaust yfir gangstéttina.
Eins og vera ber er bíllinn kominn inn í bílskúr og ég mun taka hann af númerum fljótlega. Ég er þó búinn að smella af nokkrum myndum. Svo er bara að bíða eftir næsta sumri.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Last edited by Nökkvi on Thu 06. Aug 2020 10:27, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 27. Sep 2011 23:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
Þetta er svo virkilega flottur bíll! Til hamingju með gripinn! 8)

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 27. Sep 2011 23:28 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 29. May 2008 23:33
Posts: 295
Til hamingju, hrikalega flottur!

_________________
BMW E39 535i 1999


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 27. Sep 2011 23:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5952
Location: Akranes
Guð minn almátturgur hvað þetta er flottur bíll :thup:

Til hamingju með gripinn og sérstaklega þar sem ég hreinlega bjóst ekki við að þú gætir fengið svona flottann Alpina bíl hér á landi.
Og svalur floti hjá þér.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 28. Sep 2011 01:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Jul 2007 08:59
Posts: 1870
Alpina er klárlega málið

_________________
91 BMW 850 (BDS), 05 Mini Cooper S R53


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 28. Sep 2011 06:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Langar í!!!

Til hamingju með hann ;)

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 28. Sep 2011 07:14 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 00:36
Posts: 827
Location: Erlendis
Innilega til hamingju með þetta, þú varst hársbreidd á undan mér með þetta :!:

:thup:

_________________
e39 M5 Carbon Schwartz
Audi A3 "Sportback" 1.6 TDi Miljöpowah!
e9 CSA 1973


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 28. Sep 2011 08:02 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Wed 13. Sep 2006 16:21
Posts: 222
Location: Reykjavík
Flottur í haustlitunum :thup:

_________________
E36 BMW 316i M-Tech 1998


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 28. Sep 2011 08:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11977
Location: ::1
Til hamingju

Endalaust svalur bíll og hann virkar MJÖG vel þegar ég testaði hann fyrir nokkrum árum :thup:

_________________

VW Golf GTi Cabriolet
VW Golf GTi MK4


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 28. Sep 2011 08:41 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Thu 21. Jun 2007 12:05
Posts: 219
Virkilega fallegur til hamingju...

_________________
Bmw E36 325i Cabrio
Pontiac Firebird Lt1
Ford Mustang 01
Jeep SRT-8 07 (seldur),Bmw E38 750ia


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 28. Sep 2011 10:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jun 2006 14:39
Posts: 4778
flott par ! :thup: 8) 8)

3.0 lítra klúbburinn greinilega !

_________________
BMW E34 ///M5


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 28. Sep 2011 10:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 27. Apr 2009 17:50
Posts: 2829
Location: Elskum þessar mellur
Myndarlegur bmw :thup:

_________________
Image

Ágúst ingi S:823-7971

1992 E36 325i :S


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 28. Sep 2011 10:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Til hamingju með hann, virkilega flott eintak :D

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 28. Sep 2011 11:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Svakalega flottur, gaman að bíllinn haldist líka innan klúbbsins :thup:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 28. Sep 2011 11:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Það var laglegt, gott að sjá svona gullmola fara á gott heimili :)

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 31 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 48 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group