bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 28. Apr 2024 07:49

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 1057 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 71  Next
Author Message
 Post subject: BMW E30 M52B28 Mtech I
PostPosted: Mon 08. May 2006 02:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
BMW E30 árgerð 1987 - M52B28 Mtech I


Jæja þá er maður endanlega orðinn ruglaður..

Ég sá auglýsingu hérna á kraftinum á föstudaginn þar sem þessi bíll var auglýstur. Eins og menn sáu voru ekki miklar upplýsingar um hann þannig ég hringdi í hann Gulla sem átti hann. Gulli tjáði mér að bíllinn væri eiginlega seldur þannig ég bauð 10.000 kalli hærra en næsti maður og fór samdægurs og náði í bílinn. Skoðaði hann létt yfir og ákvað að skella mér bara á þetta.

Þannig ég keyrði bílnum bara í bæinn , reyndar í spotta útaf hann er ekki á númerum.

En já, það er smá pæling bakvið þetta project. Ég ætla mér í Evrópuferð árið 2007 og draumurinn var alltaf að fara og kaupa bmw úti og flytja heim. En þegar ég skoðaði þennan bíl þá ákvað ég að ég ætla á honum út og vera búinn að gera hann góðann fyrir Maí 2007. Þannig ég hef um það bil ár, sem er vel nóg.

En að bílnum.

BMW E30 320i 1987, Pre Facelift (verð nú bara að segja að ég fíla það)

Bíllinn er ekinn 164.000 og er með topplúgu 8) 8) 8)

Kastarar eru í stuðara og virðast þeir í góðu lagi.

Skálar að aftan (sé hvort ég skelli diskum í þetta)

M-Tech 3 arma stýri

Filmur sem voru settar í nýlega.

Ég held að þetta séu BBS felgur sem eru undir honum, allar í mjög góðu ástandi nema ein sem skemmdist í árekstrinum. Læt felgukallinn á höfðanum kippa því í lag.


Ástand - Bíllinn er gott sem óryðgaður fyrir utan nátturulega skemmdina, ég tók öll teppi úr bílnum um helgina og átti von á því að finna eitthvað ryð í botinum en svo var ekki. Sem er bara gott.

Framhjólabúnaðurinn hefur greinilega skemmst eitthvað. Ætla prufa taka demparana og gormana úr og svo verður innra brettið rétt.

Myndir


Afturendinn, hægra afturljósið skemmt.

Image

Svo þegar ég opnaði skottið tók við þetta.. Pollur af vatni.. Ég fór inn og náði í garðkönnu og ákvað að mæla vatnsmagnið báðum megin, jós í dolluna og það komu 7 lítrar af vatni úr botninum, en ekkert ryð þar. Sem betur fer.

Image

Skemmdin séð frá skottinu

Image

Tjónið að aftan. Verður smá föndur að skipta um þetta.

Image

Image

Image

Ökumannshliðin er óskemmd og mér finnst bíllinn líta bara nokkuð vel út svona. Ég hugsa að ég shadowline-i hann ekki.

Image

Búinn að taka stuðarann af, hann er óskemmdur að mestu.

Image

Þá er komið að skemmdinni að framan.

Image

Image

Innra brettið vel kýlt inn.

Image

Image

Ég tók svo myndir af hjólabúnaðnum bæði hægra megin og vinstra megin. Sjáiði einhvern mun? Eða já, finnst ykkur eitthvað vera í ólagi.

Hægra megin.

Image

Vinstra megin

Image

Einhver ógeðsleg loftsía í bílnum.. Orginal boxið verður sett í staðinn..

Image

Image

Reif öll teppin og allt draslið úr bílnum og þurrkaði botninn.

Image

Image

Innréttingin í bílnum er mjög heil fyrir utan hanskahólfið. Þarf bara að þrífa þetta töluvert.

Image

Image

Henti dótinu bara aðeins á hellurnar í góða veðrinu áður en ég fór með það.

Image

Felgurnar, held að þetta séu BBS felgur

Image

Dekkin eru öll í góðu ástandi.

Image

Uhm já og svo sjúkrakassinn í bílnum..... :x Hefur drukknað aðeins.

Image


Endilega komið með einhver komment á hvernig er best að laga skemmdirnar.. Þetta verður væntanlega ekki rétt að aftan og verður því að sjóða nýtt í þetta.. Eða hvað ... ?

Eins með hjólabúnaðinn.

En ég vona að menn hafi jafn gaman af þessu og ég. Það verður farið á fullt með þetta þegar ég fæ húsnæði og get farið að taka boddíið í sundur.

Go E30 8)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Last edited by gunnar on Thu 09. Feb 2012 20:18, edited 21 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. May 2006 07:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5952
Location: Akranes
Til lukku með gripinn, hann á eftir að verða flottur hjá þér. Líst vel á að gera hann shadowline, gluggalista,nýru og stuðara.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. May 2006 08:25 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Góður 8) Heilmikil vinna en allt er hægt. Er ekki bara demparinn skakkur?

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. May 2006 09:49 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 16. Feb 2006 21:25
Posts: 353
Location: Rvk
Ég hef trú á því að þessi verður fallegur 8) 8)

_________________
Lexus is 200 sport


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. May 2006 09:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
ég ætla að vona að þú gerir þér grein fyrir viðgerðinni,
þetta er sko ekkert djók,

Hefðir án efa verið betur settur að kaupa bara heilann facelift 320i

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. May 2006 11:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
gstuning wrote:
ég ætla að vona að þú gerir þér grein fyrir viðgerðinni,
þetta er sko ekkert djók,

Hefðir án efa verið betur settur að kaupa bara heilann facelift 320i


Ég geri mér fulla grein fyrir því hvað þetta kostar. En miða við þá E30 bíla sem ég hef skoðað að þá skarar þessi bíll mikið framúr varðandi ryð og slit.

Það er maður sem ég kannast við sem réttir bílinn fyrir mig. En það verður ekki gert strax.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. May 2006 15:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Og já eitt annað nafni, heill E30 kostar líka mikla peninga, þessi gerði það ekki.

En þetta kemur bara í ljós hvernig þetta gengur. Þyrfti helst að redda mér varahlutabíl eða þá hlutunum í þetta fljótlega.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. May 2006 15:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
gunnar wrote:
Og já eitt annað nafni, heill E30 kostar líka mikla peninga, þessi gerði það ekki.

En þetta kemur bara í ljós hvernig þetta gengur. Þyrfti helst að redda mér varahlutabíl eða þá hlutunum í þetta fljótlega.


þú þarft ekki að fræða MIG um það,
En það sem ég var að skírskota að er að stundum verður svona rebuild dýrara en plain bíll sem þarf ekkert rebuild,
á móti kemur að maður lærir helling á þessu dóti,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. May 2006 15:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Nei nei ég veit að þú veist að þetta sé dýrt.. :shock:

En já eins og þú segir maður lærir slatta á þessu. Ég hef rosalega gaman af svona dunderíi þannig þetta verður eflaust bara fjör.

Mér liggur líka ekkert á þannig þetta verður bara vel gert.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. May 2006 15:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Sep 2005 19:28
Posts: 2399
Þetta verður gaman að sjá, mér sýnist þú vita hversu mikið verk þetta er.

Ég held samt að þú verðir að halda vel á spöðunum ef þú ætlar að klára þetta eftir nákvæmlega ár, fer reyndar aðallega eftir cashflowi.

En gangi þér vel :)

_________________
E30 325i Coupe - Shadowline | SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. May 2006 15:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Mesta vinnan fyrir mig að bara að finna varahlutina og laga hjólabúnaðinn og þetta smá dót. Ef allt fer að óskum þá er réttingamaður sem er tilbúinn til að laga þetta fyrir mig á lítinn sem engann pening.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 08. May 2006 17:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
til hamingju með nýja bílinn kannast við þennan ;) mjög svo heill ekkert um riðgöt eða svoleiðis!

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 09. May 2006 05:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
MIKIÐ ROSALEGA er ég ÁNÆGÐUR að sjá að þessum bíl verður ekki hent :D

Síðasta pælingin var að strípa hann og setja mótorinn í 324td... greinilegt að það hefur ekki gengi vonum framar... og gott að vita að það verður gert við bílinn !

Þetta eintak er allt of gott.. innréttingin er mjög góð.. og það er ekki til ryð í þessum bíl fyrir utan þetta í skottinu.

Þessi bíll var uppi á velli ef að ég man rétt og einhver kani sem að kom með hann hingað frá US.. (samt evróputýpa) var allavega mjög lengi á "kanasölunni" hérna í kef og svo keypti Gulli frændi hann og slasaði hann í hálkunni!

bíllinn er með þeim þéttari sem að ég hef verið í en hann er með nýjan M-Tech dempara og gorm þeim megin sem að tjónið varð og fékk Gulli hann hjá mér, enda lét ég hann hafa heilt stykki E30 sem að hann gat bútað án nokkurs endurgjalds bara til þess að hann myndi bjarga þessum.

Hefði verið sorglegt ef að honum hefði verið hent !

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 09. May 2006 16:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Takk fyrir það Angelico,

En ef einhver hérna á E30 2 door Pre facelift sem hann er til í að selja. Best væri nátturulega ef hann væri vélarvana og tjónaður á vinstri hlið. Þ.e.a.s eitthvað brak sem kostar ekki mikið. Vantar bara boddí hluti.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 12. May 2006 01:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Jæja pínu update á þetta.

Það rigndi aðeins í nótt þannig það kom smá vatn í skottið aftur,, þannig ég nenni ekki að vera alltaf að þurrka þetta þannig ég pakkaði honum bara aðeins inn.. :lol:

Image

Búinn að hreinsa út alla innréttinguna eins og hún leggur sig.

Image

Sá þá líka þessi fínu göt í hillunni minni,,, hvers konar vinnubrögð eru þetta maður.. Það er eins og einhver hafi skorið þetta með dósaupptakara. Ætla að reyna laga þetta eitthvað aðeins,, sé til hvort ég sjóði í þetta barasta..

Image

Image

Eru þetta orginal tweeterar?

Image


Fyrrverandi eigandi sagði mér að bíllinn leiddi út rafmagni og benti mér á þessa tvo víra.. Hvað gera þessir blessaðir vírar, veit það einhver?

Image

Fékk svo einhverja maníu og ákvað aðeins að þrífa vélarsalinn áður en ég færi að laga til í honum.

Fyrir:

Image

Eftir: (er reyndar eiginlega bara búinn með helminginn, en jæja)
Image

Maður heldur áfram á morgun,, alltaf nóg að gera 8)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Last edited by gunnar on Thu 09. Feb 2012 16:13, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 1057 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 71  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 214 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group