bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 26. Apr 2024 10:05

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 490 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 33  Next
Author Message
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 22:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Efnisyfirlit


Image


Það er svolítið sérstakt að vera búinn að selja þristinn. Í mínum huga var það og er heiftarlega góður bíll og í góðu standi. Ekki skemmir það fyrir að hann var líka ágætis looker! En, nýi bíllinn er heldur betur ekki síðri og má segja að hér sé mættur bíll sem hefur hingað til einungis átt stæði í draumabílskúrnum.

Þetta er E39 M5 og er með þeim fyrstu sem komu á götuna. Í dag er hann ekinn ~157.000 kílómetra, og með smá ást og viðhaldi mun hann koma til með að eiga heldur betur nóg af þeim í viðbót. Bíllinn er í nokkuð góðu ástandi, en það er kominn smá listi um þá hluti sem þarf að gera til að koma honum í optimal ástand (meira um það síðar). Eins og flestir E39 M5 kemur hann á götuna með aragrúa af aukabúnaði, en til að spara mér orðin ætla ég að pósta fæðingarvottorðinu:

Quote:
Order options
No. Description
401 SLIDING/VENT ROOF, ELECTRIC
438 WOOD TRIM
441 SMOKERS PACKAGE
508 PARK DISTANCE CONTROL (PDC)
609 NAVIGATION SYSTEM PROFESSIONAL
670 RADIO BMW PROFESSIONAL
672 CD CHANGER BMW FOR 6 CDS
753 HANDMADE
855 LANGUAGE VERSION ITALIAN
863 EUROPE/DEALER DIRECTORY
877 DELETION CROSS-OVER OPERATION
884 ITALIAN/OWNERS HANDBOOK/SERVICE BOOKLET
915 BODY SKIN CONSERVATION, DELETION
928 TYIRE CONTROL

Series options
No. Description
210 DYNAMIC STABILITY CONTROL (DSC)
216 SERVOTRONIC
261 SIDE AIRBAG FOR REAR PASSENGERS
302 ALARM SYSTEM
423 FLOOR MATS, VELOUR
430 INT/EXT RR VW MIRROR W AUT ANTI-DAZZLE
459 SEAT ADJUSTM., ELECTR. W. MEMORY
473 ARMREST, FRONT
488 LUMBAR SUPPORT DRIVER/FRONT PASSENGER
494 SEAT HEATING F DRIVER/FRONT PASSENGER
500 HEADLIGHT WASHER SYS/INTENSIVE CLEANING
520 FOGLIGHTS
522 XENON LIGHT
534 AUTOMATIC AIR CONDITIONING
548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING
555 ON-BOARD COMPUTER
710 M LEATHER STEERING WHEEL
775 INDIVIDUAL ROOF-LINING ANTHRACITE
785 WHITE DIRECTION INDICATOR LIGHTS

Information
No. Description
602 ON-BOARD MONITOR WITH TV
694 PREPARATION FOR CD CHANGER


Vægast sagt nóg að gera inni í bílnum. :mrgreen:

To-do listinn er langur, en þó hef ég ákveðið að forgangsraða. Það sem er efst á honum er nánast allt mekanískt:

  • Versla nýja bensíndælu (eru nokkuð tvær í E39 M5?)
  • Inspection I eða II
  • Þarf að athuga vatnslás nánar
  • Þarf að skipta um aðra ventlalokspakkningu
  • Ný dekk og jafnvel vetrarfelgur (líklegast að ég fari í 17")
  • Olíuhæðaskynjari
  • Það vantar einn lyftupúða f. tjakk
  • Gæla við leðrið, setja lit í og bera á

Þessir hlutir (og fleiri) verða pantaðir í vikunni og meistararnir í Eðalbílum fá að sjá um að koma þessu fyrir. :)

Svo seinna meir væri gaman að huga að breytingum sem eru ekki nauðsnylegar, en skemmtilegar:

  • Laga litinn á felgunum. Þykir þetta heldur dökkt og finnst alltaf eins og þær séu grútskítugar
  • Svört nýru (mér þykir króm fara þessum lit illa)
  • Skipta um innréttingu (kem með mynd af henni eins og hún er í dag, en mér finnst viðurinn ekki nógu sportlegur)
  • Facelift ljós að framan og að aftan
  • Roof spoiler
  • Carbon fiber diffuser
  • Fleiri smáatriði

Það verður alveg nóg að gera, svo það kæmi mér ekki á óvart að sjá þennan lista styttast næsta sumar. En nóg af því, hér eru nokkrar lélegar myndir sem ég tók rétt eftir kvöldmat og eru þær vægast sagt hundlélegar og ég lofa betri myndum á næstunni. :)

Image
Image

Það eru Remus endakútar undir honum, alveg 3.5" hver stútur. :shock: Þarf að taka diffuserinn af til að pússa þetta almennilega.

Image
Image

Image

Ég er sáttur með mitt. 8) Ótrúlegt að keyra þetta, aflið er alveg brjálað og ekkert grín að beisla það. Þori lítið að þeysast áfram á þessu og DSC límt á. Kem til með að spyrja á fullu um hitt og þetta sem kann að tengjast þessum bíl. Vona að þið getið hjálpað mér. :)

Kveðja,

Steini

_________________
Image


Last edited by SteiniDJ on Thu 03. May 2012 09:22, edited 30 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 22:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 17. Apr 2008 23:20
Posts: 5217
Location: HérogÞarogAllstaðar
júbb það eru tvær dælur, ein sem er venjulega inni og þegar þú ítir á takkann þá kikkir hin inn og throttle response og svo verður betra

_________________
BMW E30 316i 1988

ROCKSTONE DAY PROJECTS ON YOUTUBE


Last edited by rockstone on Mon 06. Sep 2010 22:10, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 22:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15939
Location: Reykjavík
Til hamingju með vagninn :thup:

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 22:10 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 07. Dec 2006 16:53
Posts: 2389
Location: keflavik
Flottur, verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér.

_________________
BMW 525D E61 07 Facelift


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 22:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 29. Mar 2009 14:06
Posts: 2687
Rúntandi til klukkan 6 um morgunin á þessu og ennþá jafn spennandi inn í honum og fyrsta skipti sem maður sast í hann, bara geðveikur!!! :mrgreen:

Enn og aftur til hamingju með snilldarbíl Steini. :thup:

_________________
Image
'01 e46 320Ci
Seldir - '96 e39 540i | e36 M50B25 Compact | 99' BMW 316i Compact | '91 e34 520i


Last edited by kalli* on Mon 06. Sep 2010 22:48, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 22:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Þetta er nú heldur betur gott upgrade!

Til hamingju með nýja kaggann :thup:

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 22:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Jan 2009 23:46
Posts: 2822
Location: 112 RVK, E30 city
Til hamingju með hann :thup:


En 17" felgur ?? :shock: :shock: :shock:


hallóóó

en burtséð frá því, á að mæta upp á braut á honum næsta sumar ? 8) 8)

_________________
BMW E30 325i Coupe
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 22:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Þakka fyrir mig! :)

tinni77 wrote:
Til hamingju með hann :thup:


En 17" felgur ?? :shock: :shock: :shock:


hallóóó

en burtséð frá því, á að mæta upp á braut á honum næsta sumar ? 8) 8)


Hmm, E39 M5 kom stundum með 17" M-tech felgum. Það kostar ekkert lítið að versla 18" 275/30 vetrardekk. :lol:

En efa að ég fari eitthvað að spóla á þessu, væri samt gaman að prófa að tracka smá einn daginn. :)


Danni wrote:
Þetta er nú heldur betur gott upgrade!

Til hamingju með nýja kaggann :thup:


Takk! Og já, þetta er ekkert lítið upgrade! Voðalega notalegt að geta horft á sjónvarpið. 8)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 23:00 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 07. Dec 2006 16:53
Posts: 2389
Location: keflavik
Hvernig er svo hljóðið úr Remus?

_________________
BMW 525D E61 07 Facelift


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 23:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Aron M5 wrote:
Hvernig er svo hljóðið úr Remus?


Nú hef ég ekki nægilega þekkingu til að dæma um það, mér hefur verið sagt að það sé lítill sem enginn munur í hljóði. Þrátt fyrir það er hljóðið í bílnum gífurlega flott og fátt skemmtilegra en að opna allar rúður og þenja aðeins undir Hamraborginni. 8)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 23:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Aron M5 wrote:
Hvernig er svo hljóðið úr Remus?







8)

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 23:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 25. Sep 2006 09:39
Posts: 3691
Hann er kominn i góðar heldur
Checkaðu á Walbro 255 bensindælu

_________________
BMW E39 530D '03 ///M-Tech - Stations
BMW E39 540i '00 - Sedans

E39 k1ng
Sævar P.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 23:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
bErio wrote:
Hann er kominn i góðar heldur
Checkaðu á Walbro 255 bensindælu


Takk. :)

Annars, ætlaði einmitt að gera það! Hefur einhver hér reynslu / þekkingu af þeim í M5? Ætla að lesa meira um þetta í nótt.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 23:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 25. Sep 2006 09:39
Posts: 3691
Tóti Finnbogi er með eina i sinum

_________________
BMW E39 530D '03 ///M-Tech - Stations
BMW E39 540i '00 - Sedans

E39 k1ng
Sævar P.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 06. Sep 2010 23:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
bErio wrote:
Tóti Finnbogi er með eina i sinum


Væri gaman að heyra um þetta frá honum. En, er ekki oftast best að nota OEM og vera alveg 100%? :)

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 490 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 33  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 84 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group