bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 173 of 423

Author:  íbbi_ [ Sun 23. May 2010 19:04 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

djöfull er ég ánægður með þetta :thup: dauðlangar að byrja fikta sjálfum

Author:  gstuning [ Sun 23. May 2010 19:25 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

Ég var í Nottingham í gær og Silverstone í dag.

Loksins búinn að komast aðeins frá tölvunni og þá er veðrið ekki af verri endanum.

Author:  fart [ Sun 23. May 2010 19:35 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

gstuning wrote:
Ég var í Nottingham í gær og Silverstone í dag.

Loksins búinn að komast aðeins frá tölvunni og þá er veðrið ekki af verri endanum.


Góður, mega veður hér líka. Frekar súrt að vera að gramsast í þessu í 30°c

Author:  Einarsss [ Sun 23. May 2010 23:04 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

Þetta gastu kall :thup:

Vonandi að þú getir farið að blása meira núna með rétt tune fyrir boostið :)

Author:  fart [ Mon 24. May 2010 08:39 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

Smá succsess... :thup:

Búinn að laga til mapið aðeins og bíllinn keyrir helvíti vel.

En ég er ekki enn búinn að finna út hvað er að gerast við startup, þetta gerist bara í cold startup.

ég er allavega nokkuð sáttur.

Author:  tinni77 [ Mon 24. May 2010 14:25 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

fart wrote:
Smá succsess... :thup:

Búinn að laga til mapið aðeins og bíllinn keyrir helvíti vel.

En ég er ekki enn búinn að finna út hvað er að gerast við startup, þetta gerist bara í cold startup.

ég er allavega nokkuð sáttur.


Flott modd þetta ;)

vel gert

Author:  fart [ Tue 25. May 2010 07:28 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

Það verður að segjast að bíllinn keyrir miklu betur núna, séstaklega í daily rólegheitaakstri, enda var hann svosem pottþéttur á boosstinu. Hinsvegar var hann of ríkur á off boost akstri sem ég er búinn að laga núna. Þetta piggyback dæmi er samt algjört "pandoras box", once opened... verður ekki aftur snúið. Maður getur fiktað endalaust í þessu.

Cold start dæmið er enn til staðar, en varir mun styttra en áður. Líklega hefur þetta eitthvað með injector dead time að gera því að ég hef verið að fikta í því og þetta að sama skapi minnkað. Svo virðist sem að ef ég starta og þetta kemur, er nóg að drepa á og starta aftur, og þá er þetta horfið (funky shit).

Næstu 2 modd eru í farvatninu. Annarsvegar ætla ég að setja auka viftu framaná vatnskassan, sem ég get sett í gang þegar ég er að hasast. Hinsvegar ætla ég að setja þrýstingsmæli á kælivatnið, til að sjá hvort að það er pressure build-up við boost, því þá gæti verið að það þurfi að herða niður heddið eða skipta um heddpakningu. Ég á "á lager" nýja ARP2000 heddstudda/bolta sem koma þá í staðin fyrir hina ARP boltana. Ég pantaði áðan VDO 1-5bar mæli og probe sem verður settur á yfirfallið á vatnskassanum með T-stykki. Núna er bara spurning hvar maður setur mælinn.

Ef einhver rekst á mælahatt/mælacomobo (aukamælarekka) fyrir E36 má sá hinn sami pósta link á það hér.

Author:  fart [ Thu 27. May 2010 07:24 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

Mini Update.

Smellti 16tommu rafmagnsviftu framaná vatnskassann, og pantaði nýja vantsdælu, þar sem að mig grunar að hún sé komin á síðasta snúning. Upphaflega komu þessir bílar með dælu sem er að hluta til úr plasti, en uppfærsludælan er úr járni.

Svo fékk ég pointers frá Moristech varðandi cold-start up vandamálið, ætla að kíkja á það um helgina. Mögulega er vandamál með constant 12v, switched 12v og/eða jörðina. Einnig þarf að skoða injector dead time.

Annars fer meiri tími í nýja bílinn á næstunni, sem ég keypti í gær...

Author:  Einarsss [ Thu 27. May 2010 08:08 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

Hvaða nýja bíl? (veit þú varst að fiska eftir þessari spurningu :lol: )

Author:  fart [ Thu 27. May 2010 08:35 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

Einarsss wrote:
Hvaða nýja bíl? (veit þú varst að fiska eftir þessari spurningu :lol: )


:lol:

BMW AG R50 :D

Author:  Giz [ Thu 27. May 2010 08:50 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

fart wrote:
Einarsss wrote:
Hvaða nýja bíl? (veit þú varst að fiska eftir þessari spurningu :lol: )


:lol:

BMW AG R50 :D


Er þetta sona villandi spurning, segja bíl og meina annað... :?:

G

Author:  fart [ Thu 27. May 2010 09:24 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

Giz wrote:
fart wrote:
Einarsss wrote:
Hvaða nýja bíl? (veit þú varst að fiska eftir þessari spurningu :lol: )


:lol:

BMW AG R50 :D


Er þetta sona villandi spurning, segja bíl og meina annað... :?:

G

Er Mini s.s. ekki bíll :shock: :lol:

Smá villandi viljandi :D

Author:  fart [ Fri 28. May 2010 11:15 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

Það er ekki hægt að setja það að þessi tjúnhnetubransi sé einhver dans á rósum, ekki er það að bíllinn gangi illa heldur annað og verra.

Ég hef verið að velta því fyrir mér í nokkra mánuði hvort að heddpakningin sé að fara eða hvort að það hefur losnað upp á herslunni á heddinu. Bíllinn fór upp í rautt á vatninu fyrir c.a. 6 mánuðum síðan, og síðan þá hefur hann tekið upp á því að sefna smá lofti inn á kælivatnið. Stundum hefur þetta verið töluvert, aðra daga minna.

Svo fyrir uþb 1mánuði síðan fór að koma skrítið væl framan af mótornum, ekki nógu hátt til að vera léleg viftureim, meira eins og supercharger hljóð....

Svo á mánudaginn á leiðinni heim (mikil umferð) og svona 20-25 mín akstur tók ég eftir því að hann var kominn aftur upp í rautt á vatninu. Sem betur fer var ég c.a. 1km frá húsinu heima. Ég drap því á og lét bílinn renna heim. eftir að hann kólnaði tók ég tappann af resorvoir og það var eins og geysir væri mættur á svæðið.. Coolant út um allt, bara mega gos upp úr resorvoir.

Ég bætti því á og daginn eftir var bílinn fínn. Svo í gær, þurfti ég aðeins að útrétta, bara regular city driving og ég sé hitann fara að stíga upp. Ég set því 16" aukaviftuna í gang, en hún hafði lítil áhrif. Vatnið fór upp í c.a. 75% hita og því drap ég á og beið aðeins. Setti svo í gang of keyrði rólega heim, vatnshitinn byrjaði strax að stíga.

Ég er því búinn að kaupa nýja vatnsdælu og thermostat. Ætla að vaða í það um leið og ég fæ hlutina.

En spurningin er þessi... Getur ónýt/léleg/failing vatnsdæla orsakað það að loftmyndun verður í kerfinu? Mér minnir nefnilega að efri hosan úr vantskassanum hafi bara verið þanin en neðri mjúk...

Hérna sést munurinn á orginal og upgrade..
Image

Author:  JOGA [ Fri 28. May 2010 11:47 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

Ég var í smá svona veseni með minn úti og er því áhugamaður um kælingarmál :lol:

Myndi benda þér á að skoða virkni viftukúplingarinnar líka. Þegar hún er slöpp fer allt í kjaftæði.
Ef þú ert enn með plastdæluna gæti verið að það sé byrjað að brotna upp úr henni. Það voru komnar sprungur út um allt í mína og þær brotna oft smám saman meira og meira.

Held það sé fín fjárfesting á svona bíl að skipta bara um vatnsdælu, thermostat, hitasensor og viftukúplingu. Jafnvel skoða eitthvað tvöfalt viftudæmi með hitasensor í stað kúplingasystemsins.

Ef þetta er ekki að laga þetta þá er það væntanlega heddpakkningin en þá ertu allavega kominn með solid kælikerfi þegar búið er að redda því.

Author:  fart [ Fri 28. May 2010 12:17 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356) Moristech installed bls 172 :D

Þetta óhljóð sem kom um daginn var mjög skrítið, mig gruanr helst að plasthjólið í vantsdælunni hafi verið að brotna af.. og það hafi orsakað hljóðið. Núna er hljóðið farið, kanski er hjólið hætt að snúast. Kemur allt í ljós.

Það sem að ég væri til í að vita er hvort að léleg vantsdæla getur ýtt undir loftmyndun í kælikerfinu.. t.d. sauð ekki á bílnum í gær, vantaði eitthvað uppá hitamælinn til að ná því, en samt fór vatn út um yfirfallið, líklega útaf þrýstingi.

Page 173 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/