bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 105 of 423

Author:  fart [ Tue 13. May 2008 07:19 ]
Post subject: 

Image

Góður dagur, geðveikt veður, skemmtilegur hópur, gangur af dekkjum spændur niður, allir brosandi, bíllinn í skúrnum óskemmdur.

Er hægt að biðja um meira.

Author:  Daníel [ Tue 13. May 2008 08:29 ]
Post subject: 

Þannig á það að vera, vonandi að þú fáir fleiri slíka daga í sumar. :)

Author:  bjornvil [ Tue 13. May 2008 20:20 ]
Post subject: 

fart wrote:
Image

Góður dagur, geðveikt veður, skemmtilegur hópur, gangur af dekkjum spændur niður, allir brosandi, bíllinn í skúrnum óskemmdur.

Er hægt að biðja um meira.


Vó, er þessi mynd að blekkja svona eða er þetta SVAKALEG brekka þarna??? :shock:

Author:  fart [ Tue 13. May 2008 20:22 ]
Post subject: 

Svakaleg brekka. 8)

Author:  Kristján Einar [ Tue 13. May 2008 23:57 ]
Post subject: 

fart wrote:
Svakaleg brekka. 8)


og þarna ertu rétt hálfnaður með hana..

eu rogue 8)

Author:  bebecar [ Wed 14. May 2008 08:01 ]
Post subject: 

Djö langar mig að keyra þessa braut. Þessi hlykkur þarna upp er alveg magnaður að sjá og ég held þetta sé ein af fáum myndum þar sem þetta kemur svona vel fram. Mögnuð mynd reyndar 8)

Author:  fart [ Wed 14. May 2008 08:06 ]
Post subject: 

Búinn að source-a Catch tank fyrir olíuna og kaupa, ætti að lenda í kringum helgina.
Image
Þetta var ekki dýrast og best en ætti að duga

Líklega er ég ólöglegur (þá meira ólöglegur en nú þegar) ef ég set Swirl tank fyrir bensínið (fuel starvation kit) og þess vegna ætlum við að reyna að setja annað system.

Það eru pælingar í gangi hvort að bensíndælan er orðin eitthvað léleg og því ætla ég að byrja að skipta um dælu. Spurningin er bara hversu öfluga dælu ég á að setja. Það hljómar allavega frekar furðulega að fá "svelt" við hálfan tank, og mjög líklega hefur dælan ekki undar í mesta hasarnum.

ég ætla að hafa augun opin fyrir góðum díl á 265-35-18 CUP dekkjum, fann reyndar seljanda sem er að selja stk á 260euro sem er alveg ástættanlegt.

Annars eru engin mega plön í gangi, ný kerti, láta þjöppumæla (meira til að fylgjast með þróuninni), reyna að gera bílinn meira reliable.

Reyndar er ég kominn út í smá pælingar með að setja stífari gorma í bílinn, ekki mikill kostnaðir í því. Eina er að stífari gormar eru ekki street-legal hér þannig að það gæti bætt í vandræðin varðandi skoðun næsta ár. Svo er líka málið að ef ég stífa bílinn of mikið upp verður hann í raun verri á Slaufunni, en betri á hefðbundnum brautum. Hugsanlega hef ég augun opin á ebay með annað coilover kerfi sem ég mun þá setja stífari gorma í og skipta út eftir því hvaða braut ég er á. Mun fljótlegra að skipta um strutta í heilu lagi en að skipta um gorma í hvert skipti, það þýðir væntanlega að ég þarf að eiga annað sett af camberplötum. Þetta er samt seinni tima vandaál.

Já og svo keypti ég líka resistora kit.. þeir skilja það sem voru á staðnum :lol:

Author:  fart [ Wed 14. May 2008 08:50 ]
Post subject: 

Já og eitt í viðbót, ég þarf að reyna að fá meiri kællingu í húddið á bílnum. Ég vill helst ekki fara að venta húddið.. en það gæti orðið lausnin. Spurning hvort ég get notað re-routað bremsukælingunni upp í húdd, þarf í raun ekki kælingu á frambremsurnar.

Author:  Daníel [ Wed 14. May 2008 09:02 ]
Post subject: 

fart wrote:
Já og svo keypti ég líka resistora kit.. þeir skilja það sem voru á staðnum :lol:


Hey, engan einkahúmor, við hinir hérna viljum alveg vera memm í djókinu líka! :lol:

Author:  gstuning [ Wed 14. May 2008 09:16 ]
Post subject: 

Haha, þú ert keyrandi niður einstefnu götu.. :)

Mr.Suit verður farinn að keppa áður enn líður á löngu.

Author:  fart [ Wed 14. May 2008 09:22 ]
Post subject: 

KLyX wrote:
fart wrote:
Já og svo keypti ég líka resistora kit.. þeir skilja það sem voru á staðnum :lol:


Hey, engan einkahúmor, við hinir hérna viljum alveg vera memm í djókinu líka! :lol:


Bíllinn var eitthvað tussulegur í gang SPA morguninn, og fór með c.a. 60-65L af bensíni á 160km leið og var gersamlega útataður í bensíni að aftan.

Við tókum svaka trouble shooting session og skildum ekkert í þessu en ég var allann tímann með það í hausnum að þetta væri tengt loftflæðiskynjaranum, en það blundaði líka í mér að vélarþvotturinn daginn áður hefði fokkað einhverju.

Þegar við tékkuðum svo á resistorunum sem X lóðaði fyrir aftan Mafinn þá kom í ljós að ein lóðningin hafði brotnað, líklega mér að kenna þar sem ég var að stela 5V signaði þar fyrir Zeitronixið.

Resistorarnir sem X notaði voru úr gömlu Videotæki og þ.a.l. með mjög stutta enda. Ég ætla að skipta þeim út.

Author:  Alpina [ Wed 14. May 2008 19:47 ]
Post subject: 

fart wrote:

Góður dagur, geðveikt veður, skemmtilegur hópur, gangur af dekkjum spændur niður, allir brosandi, bíllinn í skúrnum óskemmdur.

Er hægt að biðja um meira.


Ég tek undir þessa athugasemd,, mikið atriði að snúa ólaskaður til baka

Author:  bimmer [ Wed 14. May 2008 19:57 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Haha, þú ert keyrandi niður einstefnu götu.. :)


Bremsulaus.... :lol:

Author:  gstuning [ Wed 14. May 2008 20:46 ]
Post subject: 

bimmer wrote:
gstuning wrote:
Haha, þú ert keyrandi niður einstefnu götu.. :)


Bremsulaus.... :lol:


og í 18bláum ;)

Author:  Eggert [ Wed 14. May 2008 23:00 ]
Post subject: 

En varðandi það að losna við hita úr húddinu, eru ekki ristar möst til þess að hleypa heita loftinu út? Hef heyrt soldið að RX7 eigendur geri þetta til að minnka líkur á hitavandamálum.

Page 105 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/