bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 199 of 423

Author:  fart [ Sat 08. Jan 2011 19:30 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Þetta verður spennandi, í raun tvennt sem ég vill fá út úr þessu moddi.
1. þægilegri snúning á mótorinn á highway 5th gear akstri
2. ekki of mikið tap á 100-200 tíma vs 3.15. Mögulega betri tími.

Author:  fart [ Sun 09. Jan 2011 17:28 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Tók test rönn áðan. Drifið kemur vel út, virðist vera góður ballance í því vs 3.15/2.65. Hinsvegar þarf bíllinn re-tune, það er ljóst.

Tók nokkrar myndir, en það var eiginlega of mikið rökkur. Hefði þurft þrífót til að geta slepp flashinu

Image

Image

Og svo tók ég smá púst-video á myndavélina. Gæðin ekki great, en mig langaði að heyra hvernig þetta soundar.


Author:  BirkirB [ Sun 09. Jan 2011 17:43 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Sé bara flottar felgur og risabremsur.

Author:  fart [ Sun 09. Jan 2011 17:46 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

BirkirB wrote:
Sé bara flottar felgur og risabremsur.


:lol: sama hér :x

Author:  Axel Jóhann [ Sun 09. Jan 2011 17:59 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Komdu með svona flyby ef þú getur 8)

Author:  Alpina [ Sun 09. Jan 2011 18:51 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Afhverju ,, retune :?

Author:  Lindemann [ Sun 09. Jan 2011 18:53 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

þarftu ekki að fá þér svona ryðfría bremsudiska að aftan, eins og að framan??? :lol:

Author:  Alpina [ Sun 09. Jan 2011 19:04 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Lindemann wrote:
þarftu ekki að fá þér svona ryðfría bremsudiska að aftan, eins og að framan??? :lol:


Eins og Jakob bendir á,, þá átti ég ekki von á að CC diskar myndu glansa svona ,, metall look :shock:

Image

Author:  fart [ Sun 09. Jan 2011 19:06 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Alpina wrote:
Afhverju ,, retune :?

750cc spíssar vs 440cc
annar bensínþrýstingur
endurbyggð vél með annarri heddpakningu (sem á að vera jafn þykk) en heddið endurplanað og því kanski þjappan örlítið önnur
Tvær nýjar túrbínur sem virðast vera að blása meira á minimum boosti en hinar tvær (14.5psi vs 12)

Annars.. svosem engin ástæða :lol:

Author:  fart [ Sun 09. Jan 2011 19:12 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Alpina wrote:
Lindemann wrote:
þarftu ekki að fá þér svona ryðfría bremsudiska að aftan, eins og að framan??? :lol:


Eins og Jakob bendir á,, þá átti ég ekki von á að CC diskar myndu glansa svona ,, metall look :shock:

Áferðin á diskunum hefur breyst aðeins síðustu 3 ár (20,000km c.a.) en annars held ég bara að að þetta sé flashið og myrkrið sem er að gera þetta.

Hérna er mynd af diskunum nýjum (eða svo gott sem).
Image

Ég hef skoðað marga svona diska (á allskonar bílum) og þeir eru nett glansandi, og alls ekki eins og myndin af Audi disknum. Ef þú skoðar myndina af þessum Audi þá glittir í glans nærri dælunum. Mig grunar að hitta hafi verið fótósjoppað

Author:  Alpina [ Sun 09. Jan 2011 19:13 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

fart wrote:
Alpina wrote:
Afhverju ,, retune :?

750cc spíssar vs 440cc
annar bensínþrýstingur
endurbyggð vél með annarri heddpakningu (sem á að vera jafn þykk) en heddið endurplanað og því kanski þjappan örlítið önnur
Tvær nýjar túrbínur sem virðast vera að blása meira á minimum boosti en hinar tvær (14.5psi vs 12)

Annars.. svosem engin ástæða :lol:


Núúú,,, ég hélt að allt hefði verið' í standi :shock: eftir FART mechanic build-up,,


spurning að hafa samband við Sv.H Mótorsport

skilst að hann sé undri í tölvum....

þetta er síðasta updatið á LABARATORIUM team be

Image



Það er söfnun í gangi .. FOND SV.H motorsport new data,,,,

þessi er framtíðar draumurinn
Image

En þú verður að mæta með bílinn ,, frekar ómeðfærileg í ferðalögum

sláðu á þráðinn ,,, heitt á könnuni og kaldur í kælinum

:lol: :lol: :lol:

Author:  fart [ Sun 09. Jan 2011 19:17 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Mótorinn er alveg í standi eftir Fart Motorsport rebuild, en því miður er það bara hálf sagan þegar kemur að rafmagninu og tjúninu. Moristechið er alveg að virka og allt dótið, en því miður er það ekki sjálfstillandi.

Ég er búinn að reyna að stilla þetta eitthvað til, og það hefur gengið alveg ágætlega en það er klárlega ekki optimal að tjúna á meðan maður er sjálfur að keyra. Auk þess er ég bara að stilla bensín, og hef dregið aðeins úr kveikjunni en ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki þekkingu/kunnáttu til að ná þessu 100% (og ekki einu sinni 90%) :x

Author:  ömmudriver [ Sun 09. Jan 2011 19:48 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

Lausagangurinn hljómar nákvæmlega eins og M20B25 turbo :lol:

Author:  F2 [ Sun 09. Jan 2011 20:06 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

ömmudriver wrote:
Lausagangurinn hljómar nákvæmlega eins og M20B25 turbo :lol:


Ekki móðga manninn! :lol:

Author:  fart [ Sun 09. Jan 2011 20:11 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT2 111

F2 wrote:
ömmudriver wrote:
Lausagangurinn hljómar nákvæmlega eins og M20B25 turbo :lol:


Ekki móðga manninn! :lol:

Engin móðgun í því, hljóma ekki flestar BMW sexur mjög svipað í lausagangi ef pústið er nógu opið 8)

Page 199 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/