bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 187 of 423

Author:  BirkirB [ Fri 24. Sep 2010 13:42 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

Alpina wrote:
Það er gott að eiga oem turbo BMW 8)


og enn betra að eiga lítinn oem non turbo BMW

Author:  bimmer [ Fri 24. Sep 2010 13:52 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

Alpina wrote:
Það er gott að eiga oem turbo BMW 8)


Sveinbjörn..... er Alpina ekki bílaframleiðandi?

Author:  fart [ Fri 24. Sep 2010 14:07 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

bimmer wrote:
Alpina wrote:
Það er gott að eiga oem turbo BMW 8)


Sveinbjörn..... er Alpina ekki bílaframleiðandi?

Þegar honum hentar :lol:

Author:  Alpina [ Sat 25. Sep 2010 13:19 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

fart wrote:
bimmer wrote:
Alpina wrote:
Það er gott að eiga oem turbo BMW 8)


Sveinbjörn..... er Alpina ekki bílaframleiðandi?

Þegar honum hentar :lol:


Reyndar... :lol:

en það er BMW vél í bílnum :lol:

Author:  fart [ Sun 26. Sep 2010 10:57 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

MEGA hausverkur að ná túrbos af mótornum og upp.

Fremri túrbínan vildi ekki fara upp nema ég leysti upp á þeirri aftari. og aftari vildi bara ekki losna af, n.b. það er ekkert quick release á þessu (V-Band) og að er í raun enginn aðgangur að boltunum sem halda downpipe við túrbínuna, þannig að þetta arf að koma upp í heilu lagi. Það er heldur ekki hægt að taka túrbínurnar í sundur þar sem að tvær af fjórum skrúfum sem halda þeim saman eru fyrir innan og bakvið wastegate actuatorinn..... s.s. HÖFUÐVERKUR frá HELVÍTI.

Ég endaði á því að losa motorpúðann exhaust megin og lyfta mótornum smá, sem dugði til þess að ná aftara manifoldinu af og þá losnaði um fremri túrbínuna (og downpipe) og hún komst upp. Það þurfti samt að taka resorvoir fyrir vatnskassann og rúðupissið, og losa einn knastásaskynjara til að ná því upp.

Það var hinsvegar alveg ómögulegt með öllu að ná aftari túrbínunni/manifoldinu upp, og ekki hægt að taka downpipe af. Ég endaði á því að taka þá túrbínu í sundur. Ég reyndi meira að segja að taka þetta neðri leiðina, en það var ekki hægt.

Þær eru s.s. báðar komnar upp núna og ég bíð eftir varahlutunum (nýju bínunum).. það verður svakalega mikið maus að koma þessu aftur saman..

Author:  bimmer [ Sun 26. Sep 2010 11:36 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

gamangaman.lu

Author:  Zed III [ Sun 26. Sep 2010 11:43 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

þetta er amk góð æfing fyrir þig og góð lexía fyrir okkur hina sem fylgjumst með á hliðarlínunni.

Author:  fart [ Sun 26. Sep 2010 12:00 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

Það er allavega að safnast hressilega í reynslubankann.

T.d. mun ég næst tappa olíunni af mótornum áður en ég byrja, því að það er bara klaufalegt að tosa olíudrain slönguna fyrir turbos upp af pönnunni og fá 1-2 lítra af olíu á gólfið í skúrnum :lol: Ýmislegt praktískt og ópraktískt sem maður fattar eftirá. En ef maður kemst aftur í brautargírinn verður þetta mjög dýrmætt, maður kann orðið á allt kittið og veit hvar hver skrúfa fer og hvað hún er stór í millimetrum..

BTW Segulstálið er líklega besta verkfæri í heimi.

Image

Góð verkfæri spara tíma, rétt verkfæri spara enn meiri tíma, léleg verkfæri eyðileggja bolta og bæta við tíma. Sem betur fer fékk ég í jólagjöf verkfæraskáp og svo Kraftwerk verkfærasett, sem bættist við hin verkfærin mín.

smá verkfæra trbute..
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Þolinmæði er dyggð þegar maður vinnur við bílinn, en þolinmæði er ekki mín sterkast hlið.

Author:  Zed III [ Sun 26. Sep 2010 12:07 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

glæsilegt verkfærasafn, mig langar svo í góðan verkfæraskáp.

Author:  íbbi_ [ Sun 26. Sep 2010 13:51 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

já mig líka... var einmitt að glata stórum hluta verkfærana minna, og já svona segulstál er eitt þarfasta tólið ever, ánægður með þig fartari, þú rúllar þessu upp sjálfur

Author:  fart [ Mon 27. Sep 2010 19:26 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

Seljandinn á replacement turbinunum fann þær ekki, en lofar að finna þær og senda eftir viku.. þannig að þetta frestast um viku. :thdown:

Author:  -Siggi- [ Tue 28. Sep 2010 21:52 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

Ég sá að þú varst að pæla í að taka heddið aftur af til að ná þessum túrbínum af.
Er ekki minna mál að kippa vélini frekar úr ?

Svo er líka hægt að hengja vélina í gálgan fína og taka báðar mótorfestingarnar af og færa vélina til hliðar.

Ég mundi allavega ekki rífa heddið af fyrir þetta.

Author:  ///MR HUNG [ Tue 28. Sep 2010 23:04 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

Lsx :mrgreen:

Author:  fart [ Wed 29. Sep 2010 06:40 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

-Siggi- wrote:
Ég sá að þú varst að pæla í að taka heddið aftur af til að ná þessum túrbínum af.
Er ekki minna mál að kippa vélini frekar úr ?

Svo er líka hægt að hengja vélina í gálgan fína og taka báðar mótorfestingarnar af og færa vélina til hliðar.

Ég mundi allavega ekki rífa heddið af fyrir þetta.

Nei, ég myndi ekki taka heddið af nema alveg last resort. Ég er búinn að losa mótorpúðann exhaust megin, líklega er smámál að losa hinn, svo þarf væntanlega að losa drifskaft og gírkassafestingar?

Annars náðist þetta, ég skildi bara exhaust hliðina af aftari túrbínunni eftir á manifoldinu með downpipe. Engin ástæða að skipta um þann hluta svosem.

Túrbínusalinn segist vita hvar þær eru og ætlar að reyna að senda þetta dót fyrir helgina.

Author:  íbbi_ [ Wed 29. Sep 2010 18:23 ]
Post subject:  Re: M3 GT2 111/350 (356)

getur skilið kassann/drivetrain eftir,

vonandi að þetta fari að koma í hús

Page 187 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/