Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Förgun bifreiða og skilagjald Sverrir Már (Svessi) | 2005-04-03 11:24:49
Svo ég byrji bara á að svara spurningunni sem var startið á þessum þráð:
Já, þú mátt taka allt úr bílnum áður en þú fargar honum, einungis grindin þarf að vera og hún má vera í köku og vera búið að saga af henni, en það verður að vera hægt að lesa af henni boddy-númerið. Og sá sem skilar og ætlar að fá skilavottorðið verður að vera skráður eigandi og geta sýnt skilríki eða vera með vottorð frá skráðum eiganda þar sem stendur hver er skráður eigandi, hver fær umboðið, hvaða bifreið sé um að ræða, undirskrift skráðs eiganda og svo tveir vottar sem náð hafa 18 ára aldri, þannig að þið sjáið að yfirleitt er þægilegast að skráður eigandi geti komið sjálfur.

Svo verður að fara með skilavottorðið og bílnúmerin ef þau hafa verið á bílnum á næstu skoðunarstöð eða umferðarstofu og leggja það inn og þá er gegnið frá afskráningu ökutækisins í kerfinu og þið fáið skilagjaldið greitt, ef þið eruð ekki skráður eigandi þá verðið þið að vera með númer á bankabók sem skráður eigandi á því þá er skilagjaldið greitt inn á bankabók skráðs eiganda. Semsagt einungis skráður eigandi fær skilagjaldið greitt.


Og svo frekari upplýsingar hérna á eftir fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta sér þær:

Ef bílnúmerin eru á bílnum, ekki vera skila þeim fyrst inn því þá þarftu að fara borga um 900 kr innlagningargjald, en ef þú skilar þeim með skilavottorðinu þá borgar þú ekkert fyrir það, en það er skilda að skila þeim með inn.

Ef þú ert með bíl sem á að farga og þú getur ekki sjálfur komið honum á förgunarstað þá er Vaka með tilboð sem hljómar uppá 3000 kr að sækja bíl innanbæjar (Hfj, Gbæ, Kóp, Rvk, Seltjarn og Mosó) sem á að farga hjá Vöku. En gott er að vita þegar hringt og er pantað í hvaða ástandi bílinn sé, eru hjól undir bílnum, ef það eru hjól er sprungið, er þröngt að komast á bílnum, þetta er bara til þess að þá erum við ekki að senda bíl að óþörfu sem getur svo ekki tekið bílinn.
Annars er venjulegt verð á kranabíl hjá Vöku innanbæjar á fólksbíl 4200 kr og Jeppa 4700 kr.

Skilavottorð er einungis gefið þegar bifreiðin er komin á förgunarstað, engar undantekningar frá því.

Ef búið er að fá skilavottorð og búið að skila því inn og fá skilagjaldið greitt er engin leið til að bjarga bílnum aftur þótt hann sé ekki farinn í pressuna, þetta var reynt fyrir ekki svo löngu, vorum búin að gefa út skilavottorð fyrir bílnum, en þegar betur var að gáð var þetta sjaldgæfur, verðmætur bill í góðu ásigkomulagi og það var reynt allt til að fá ferlinu snúnu til baka og það var alveg ómögulegt, þessi bill var svo á endanum stípaður öllum hlutum og grindinni hent og svo fundu menn aðra grind af alveg eins bíl og er sá bill í uppgerð í dag án þess að ég fari nánar út í það hvaða bill það er.

Úrvinnslugjald er borgar tvisvar á ári með bifreiðagjöldunum, gjaldið er um 370 kr ef ég man rétt í hvert skipti, þetta gjald var fyrst lagt á árið 2003 á bíla nýskráða (ekki árgerð) ´88 eða seinna (semsagt nýrri bíla). Og skilagjald var 10.000 kr, í Janúar á þessu ári breyttu þeir reglunum svo bílar allt að nýskráðir ´80 eru með 15.000 kr skilagjald en það þarf að vera búið að greiða af þeim förgunargjald sem kom í sirka miðjum janúar sem var eins og áður sagði um 370 kr. Ef bíllinn hefur verið afskráður afskráður-týndur þá var þessi rukkun ekki send til skráðst eiganda og ekkert skilagjald fæst en marg borgar sig samt að láta farga bílnum og ganga frá því í kerfinu.

Hvort sem þið eruð að fá gefins bíl/druslu eða gefa einhverjum, alltaf, JÁ ALLTAF gera eigandaskipti, hversu mikil drusla sem það er, þótt það sé bara hjólalaust hræ, getur skipt miklu máli seinna. Að gera eiganda skipti kostar ekki nema 2500 kr ef þið látið gera það á næstu skoðunarstoð, ef þið farið beint niður í umferðarstofu þá kostar það 2330 kr. Eins og þið vitið sér Vaka um að taka númeralaust bíla sem hafa verið skildir eftir. Það er ósjaldan sem kemur fólk uppí vöku og segist hafa gefið bíldrusluna fyrir löngu síðan, lengsta sem ég sjálfur hef heyrt voru 4 ár, aldrei gengið frá eigandaskiptum, og svo gekk bifreiðin á milli margra manna og að lokum skilin eftir einhverstaðar, fær miða frá hreynsunardeild reykjavíkurborgar, við hjá Vöku tökum svo drusluna og finnum síðasta skráða eiganda og sendum honum bréf um að bifreiðin sé í vöku. Síðasti skráði eigandi ber ábyrgð á ökutækinu og gjörosvovel að borga gjaldið sem komið er á bílinn og þá getur hann yfirleitt fengið skilavottorð og gengið frá afskráningu.
Það skiptir ekki máli þá þótt búið sé að afskrá bílinn týndann, bíllinn er ennþá til og getur komið til ama seinna meir.
Og segjum sem svo að þú fáir einhverja druslu gefins, ekki gegnið frá eiganda skiptum, svo skilur þú bílinn einhverstaðar eftir númeralausan, Vaka tekur hann á endanum, skráður eigandi kemur og borgar kostnað, fær skilavottorð, þú kemst að því að vaka tók bílinn, og villt fá hann til baka, þá hefur þú engann rétt á ökutækinu.

Þannig að ef þið eigið einhverstaðar druslu sem er númeralaus og þið ætlið að fara farga henni og eruð að vesenast í því hvernig þið flytjið hana, þá marg borgar sig að fá bara vöku til að ná í bílinn fyrir 3000 kr og ganga frá þessu strax, það er miklu dýrara ef borgin er búin að biðja vöku um að taka bílinn og bíllinn er kominn upp í vöku.

Ef þú skuldar opinber gjöld sem eru yfirleitt bifreiðagjöld þá dragast þau frá skilagjaldinu, en ef þú átt inni bifreiðagjöld þá getur þú fengið þau endurgreidd einhverjum nokkrum dögum seinna.
Ef bíllinn er á númerinum þá átt þú ekki að þurfa að hafa samband við tryggingarfélagið, það á að gerast sjálfkrafa þegar gengið er frá afskráningunni, en það er ekkert sem segir að það borgi sig ekki að hafa samband bara til að tjékka á því hvort það hafa ekki allt farið rétt eins og það á að fara.
Ef að númerin eru í geymslu þá þarftu ekkert að spá í því, ég veit t.d. ekki hvernig það er ef lögreglan hefur klippt númerin af hvort þú þarft að borga eitthvað geymslugjald þá, ef einhver veit það þá væri ágætt að vita það.

Annars er næsta uppboð Sýslumannsins í Rvk sem haldið er uppí Vöku laugardaginn 9. Apríl, einungis er hægt að fá að vita hvaða bifreiða og skoða þær sem bjóða á upp, á uppboðsdag, svæðið opnar klukkan 10:00 og uppboðið sjálft byrjar 13:30 og staðgreiða þarf við hamarshögg annaðhvort með peningum eða debetkorti, kreditkort eru ekki tekin, ávísanir eru teknar með samþykki sýslumanns.

Jæja, nenni ekki að skrifa meira núna, orðinn geggjað þreyttur, ef það er eitthvað spyrjið bara, ég skal reyna svara eftir bestu getu.

Kveðja
Sverrir Már